Skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki
Málsnúmer 2110138
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 93. fundur - 21.10.2021
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri sat fundinn undir þessum lið
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unnið verk. Nefndin telur mikilvægt að farið verði í langtíma stefnumótun fyrir svæðið í kringum Aðalgötu 22 og Aðalgötu 24 með það að leiðarljósi að prýði verði af húsunum og styðji við uppbyggingu safnastarfs á svæðinu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun beita sér fyrir því að farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir ofangreint svæði í samvinnu við eignasjóð og umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins.