Krithóll I 146185 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2110174
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 416. fundur - 04.11.2021
Björn Ólafsson kt. 310780-4219 þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls I (landnr. 146185) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7591-07, dags. 24. sept. 2021. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Lyngbrekka. Einnig er óskað eftir heimild til að leggja veg að lóðinni, sem mun liggja um land Krithóls I, og tengjast heimreið að bæjunum Krithóli I og II. Samþykki Vegagerðarinnar vegna vegarins liggur fyrir, dags. 22/9 2021, og er fylgigagn með umsókn þessari. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Krithóls I mun áfram fylgja landnúmerinu 146185. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.