Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagragerðis L178658. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagragerði (L178658) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-10. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Ástu Birnu Jónsdóttur kt. 310573-5909. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.