Fara í efni

Fræðslunefnd - 173

Málsnúmer 2111011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021

Fundargerð 173. fundar fræðslunefndar frá 23. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár leikskóla. Hækkunin tekur hvoru tveggja til dvalargjalda og matarkostnaðar. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 39.662 krónum í 41.053 krónur eða um 1.391 krónur á mánuði. Nefndin samþykkir að hækkunin nái ekki til forgangshópa/sérgjalds. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Það er fagnaðarefni að útlit er að fyrir að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2022 verði skilað með afgangi. Meðal annars í því ljósi er lagt til að gjaldskrá fæðis- og dvalargjalda í leikskóla verði ekki hækkuð á milli ára. Tillagan borin undir atkvæði og felld með þremur atkvæðum.
    Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár í grunnskóla. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 223 krónum í 231 krónu eða um 8 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 463 krónum í 479 krónur eða um 16 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 602 krónum í 623 krónur eða um 21 krónu. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 267 krónum í 276 krónur eða um 9 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Að gjaldskrá matarkostnaðar í grunnskóla og heilsdagsskóla ásamt dvalargjöldum í heilsdagsskóla verði ekki hækkuð árið 2022. Tillagan borin undir atkvæði. Tillagan felld með þremur atkvæðum.
    Formaður bendir á að fjárframlög til stofnana aukast um u.þ.b. 50 milljónir króna á milli áranna 2021-2022. Því er ekki um afgang að ræða. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Lögð fram tillaga að 3,5% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla. Hálft nám hækkar úr 6.141 krónu í 6.356 krónur á mánuði eða um 215 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.211 í 9.533 eða um 322 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 173 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum með nýjum deildum á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð. Með því er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 173. fundar fræðslunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 með níu atkvæðum.