Veitunefnd - 83
Málsnúmer 2111017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 419. fundur - 15.12.2021
Fundargerð 83. fundar veitunefndar frá 25. nóvember 2021 lögð fram til afgreiðslu á 419. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 83 Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gert ráð fyrir bættri afkomu veitnanna og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi.
Áætlunin lögð fram og samþykkt.
Árni Egilsson sat undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 83 Tillaga veitunefndar um 4,5 % hækkun á gjaldskrá hitaveitu var lögð fyrir 988. fund byggðarárðs þann 3. nóvember síðastliðinn. Byggðarráð samþykkti framlagða gjaldskrá og vísaði henni til afgreiðslu sveitastjórnar sem tók málið fyrir á fundi þann 24. nóvember og samþykkti.
Nefndin felur sviðsstjóra að ganga frá tilkynningu um nýja gjaldskrá sem skal taka gildi 1. janúar 2022.
Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 83 Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2022. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.
Veitunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Árni Egilsson sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 83 Lögð er fram áætlun um nýframkvæmdir og viðhald á kaldavatnskerfi Skagafjarðarveitna. Áætlunin tekur til 5 ára og skal höfð til viðmiðunar við gerð fjárhagsáætlana og uppfærast á hverju ári.
Sviðsstjóri fór yfir áætlum um framtíðarsýn í öflun á köldu vatni og viðhald á lagnakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir áætlunina.
Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 83 Ísor hefur framkvæmt viðamiklar mælingar í holunni. Enn er verið að vinna úr upplýsingum en þó eru taldar líkur á að nýta megi holuna með því að bora út úr henni neðan fóðringar.
Samþykkt er að fela sviðsstjóra að halda áfram rannsóknum á holunni í samstarfi við Ísor og kanna þá valkosti sem þykja mögulegir til að ná heitu vatni inn í holuna og meta kostnað við verkið. Bókun fundar Afgreiðsla 83. fundar veitunefndar staðfest á 419. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2021 níu atkvæðum.