Lagt fram bréf dagsett 10. nóvember 2021 frá stjórn Mótunar ehf. varðandi tillögu stjórnar um að slíta félaginu. Félagið hefur ekki verið með neina starfsemi um nokkurra ára skeið. Óskar stjórnin eftir því við eigendur, Kaupfélag Skagfirðinga og Sveitarfélagið Skagafjörð, einu kröfuhafa félagsins, að afskrifa viðskiptakröfur á félagið úr bókum sínum svo slit verði framkvæmanleg. Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Byggðarráð samþykkir að afskrifa viðskiptakröfu á Mótun ehf. að fjárhæð 23.000.000 kr.
Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa viðskiptakröfu á Mótun ehf. að fjárhæð 23.000.000 kr.