Fara í efni

Kaldavatnsveitur 5 ára framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 2111213

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 83. fundur - 25.11.2021

Lögð er fram áætlun um nýframkvæmdir og viðhald á kaldavatnskerfi Skagafjarðarveitna. Áætlunin tekur til 5 ára og skal höfð til viðmiðunar við gerð fjárhagsáætlana og uppfærast á hverju ári.

Sviðsstjóri fór yfir áætlum um framtíðarsýn í öflun á köldu vatni og viðhald á lagnakerfi sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir áætlunina.

Árni Egilsson sat fundinn undir þessum lið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3. fundur - 16.05.2024

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna fer yfir fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmdir í Skagafirði með nefndarmönnum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá fulltrúa frá Orkustofnun á næsta fund nefndarinnar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 4. fundur - 03.06.2024

Til fundar komu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna til að fara yfir það sem snýr að Sauðárkróki í fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmda í Skagafirði. Á síðasta fundi var rætt um hvaða leiðir væru í boði. Samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að fela sviðsstjóra að ræða við landeigendur og í framhaldinu eftir atvikum óska eftir rannsóknarleyfi til vatnsöflunar á ákveðnum svæðum í Tindastóli.