Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Kaldavatnsveitur 5 ára framkvæmdaáætlun
Málsnúmer 2111213Vakta málsnúmer
Til fundar komu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna til að fara yfir það sem snýr að Sauðárkróki í fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmda í Skagafirði. Á síðasta fundi var rætt um hvaða leiðir væru í boði. Samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að fela sviðsstjóra að ræða við landeigendur og í framhaldinu eftir atvikum óska eftir rannsóknarleyfi til vatnsöflunar á ákveðnum svæðum í Tindastóli.
2.Beitarhólf á Sauðárkróki, þrifabeit
Málsnúmer 2103265Vakta málsnúmer
Til fundar komu Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, Kári Gunnarsson landbúnaðar- og umhverfisfulltrúi og Gunnar Páll Ólafsson verkstjóri þjónustumiðstöðvar til að ræða um þau svæði innan þéttbýlismarka Sauðárkróks sem nýtt hafa verið til hrossabeitar undanfarin ár, svokallaða þrifabeit. Ljóst er að þessi svæði breytast í takt við byggingar og fólksfjölgun á svæðinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram með kortlagningu svæða og framtíðarskipulag í huga.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að vinna málið áfram með kortlagningu svæða og framtíðarskipulag í huga.
3.Skógarreitur ofan Hofsós
Málsnúmer 2311014Vakta málsnúmer
Erindið var tekið fyrir á 15. Fundi Landbúnaðarnefndar þann 15.2.2024. Þar var óskað eftir kostnaðaráætlun frá umsækjendum Fjólmundi Karli Traustasyni og Lindu Rut Magnúsdóttur, vegna umhverfis skógræktarinnar og upplýsingum um aðkomu þeirra og þátttöku í umhirðu reitsins. Fyrir fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar liggur nú fyrir áætlun frá umsækjendum.
Helga Gunnlaugsdóttir, Kári Gunnarsson sátu fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá umsækjendur til fundar við nefndina. Einnig samþykkir nefndin að skoðað verði að auglýsa land austan Siglufjarðarvegar til leigu.
Helga Gunnlaugsdóttir, Kári Gunnarsson sátu fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá umsækjendur til fundar við nefndina. Einnig samþykkir nefndin að skoðað verði að auglýsa land austan Siglufjarðarvegar til leigu.
4.Aðalfundur Veiðifélags Unadalsár
Málsnúmer 2405623Vakta málsnúmer
Aðalfundur Veiðifélags Unadalsár er boðaður þann föstudaginn 7. júní 2024, kl. 17:00.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fulltrúi Skagafjarðar á fundinum verði Kári Gunnarsson landbúnaðarfulltrúi.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fulltrúi Skagafjarðar á fundinum verði Kári Gunnarsson landbúnaðarfulltrúi.
5.Líkanatilraunir fyrir nýja ytri höfn á Sauðárkróki
Málsnúmer 2405554Vakta málsnúmer
Sauðárkrókshöfn - Ný ytri höfn - Kynning á niðurstöðum á hafnarlíkani útg. 10.05.2024 af Vegagerðinni lögð fram til kynningar.
6.Ársreikningar fjallskilanefnda 2023
Málsnúmer 2403217Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi fjallskiladeildar Hofsafréttar og ársreikningar fjallskiladeildar Staðarhrepps og Staðarafréttar fyrir árið 2023.
7.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2024
Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands lagðar fram til kynningar. Fundir nr. 462 og 463.
Fundi slitið - kl. 11:40.