Fara í efni

Öldungaráð Skagafjarðar fundir

Málsnúmer 2111265

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023

Lögð fram fyrsta fundargerð Öldungaráðs frá 20. janúar sl. Formaður ráðsins er Gunnsteinn Björnsson, varaformaður er Stefán A. Steingrímsson. Í reglum Öldungaráðs segir m.a. að hlutverk þess sé að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn og félagsmála- og tómstundanefnd um hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu. Öldungaráð er skipað fulltrúum frá Félagi eldri borgara, Heilbrigðisstofnun Noruðurlands á Sauðárkróki og sveitarstjórn Skagafjarðar. Félagsmála- og tómstundanefnd lýsir ánægju með að ráðið sé tekið til starfa og væntir þess að það verði til þess að eldri borgarar hafi aukin og virk áhrif á mótun stefnu og framkvæmd sveitarfélagsins á þeim sviðum er lúta að aðstæðum og þjónustu við fólk á efri árum.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 12. fundur - 09.05.2023

Lögð fram til kynningar 2. fundargerð ráðsins sem haldinn var 17.apríl sl. Fundargerðir ráðsins eru birtar á heimasíðu Skagafjarðar.