Fara í efni

Viljayfirlýsing

Málsnúmer 2201081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 998. fundur - 12.01.2022

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa unnið að undirbúningi breytinga húsnæðis og lóðar fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð. Hófst vinnan í kjölfar samþykktar viljayfirlýsingar í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga frá haustinu 2019 um að stefnt skyldi að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir skólana á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Sérstök verkefnisstjórn hefur haft umsjón með vinnunni en hún er skipuð skólastjórum skólanna þriggja, fræðslustjóra, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, auk framkvæmdastjóra beggja sveitarfélaga.
Afurð vinnunnar er nú að líta dagsins ljós en í kjölfar þarfagreiningar, vinnslu nýrra raunteikninga af byggingu og lóð, kynnisferðar í nokkra skóla og íbúafunda þar sem allir íbúar og hagaðilar gátu komið sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri, liggja nú fyrir aðaluppdrættir af breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla ásamt nýrri viðbyggingu. Þar er áhersla lögð á fjölbreytt og öflugt skólastarf í takt við kröfur og þarfir nútímans og til fyrirsjáanlegrar framtíðar, ásamt því sem hönnunin miðar að því að byggingarnar veiti svigrúm til þess að þær geti þjónað sem ákveðinn miðpunktur samfélagsins í framhéraði Skagafjarðar og verði vettvangur þar sem kynslóðir geti mæst. Enn fremur er horft til þess að íbúaþróun verði jákvæð og til uppbyggingar í Varmahlíð en samkvæmt nýju aðalskipulagi á að úthluta um 30 nýjum lóðum þar á næstu misserum. Gerir hönnun nýrra skólamannvirkja ráð fyrir að nemendafjöldi skólanna geti aukist um allt að 50% frá því sem nú er, en nemendur í leikskólanum Birkilundi eru í dag 37 og 104 stunda nám í Varmahlíðarskóla. Er þessi áætlun um aukinn nemendafjölda jafnframt í anda áherslu sveitarfélaganna á að Varmahlíð verði áfram miðstöð og þjónustukjarni framhéraðs Skagafjarðar þar sem á annað þúsund íbúar búa í dag. Hönnunaruppdrættir verða á næstu dögum lagðir fram til kynningar á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja, auk þess sem þeir munu verða til sýnis í húsnæði skólanna í Varmahlíð.
Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Núverandi sveitarstjórnir eru sammála um að leiði niðurstaða kosninga á meðal íbúa til sameiningar þeirra þá muni þau sameiningarfjárframlög sem renna til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til þess að hraða uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Sveitarfélögin eru jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrkja ekki aðeins hraðari uppbyggingu í Varmahlíð heldur veita þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðárkróki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.
Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 420. fundur - 12.01.2022

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa unnið að undirbúningi breytinga húsnæðis og lóðar fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð. Hófst vinnan í kjölfar samþykktar viljayfirlýsingar í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga frá haustinu 2019 um að stefnt skyldi að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir skólana á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Sérstök verkefnisstjórn hefur haft umsjón með vinnunni en hún er skipuð skólastjórum skólanna þriggja, fræðslustjóra, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, auk framkvæmdastjóra beggja sveitarfélaga.

Afurð vinnunnar er nú að líta dagsins ljós en í kjölfar þarfagreiningar, vinnslu nýrra raunteikninga af byggingu og lóð, kynnisferðar í nokkra skóla og íbúafunda þar sem allir íbúar og hagaðilar gátu komið sínum sjónarmiðum og áherslum á framfæri, liggja nú fyrir aðaluppdrættir af breytingum á húsnæði Varmahlíðarskóla ásamt nýrri viðbyggingu. Þar er áhersla lögð á fjölbreytt og öflugt skólastarf í takt við kröfur og þarfir nútímans og til fyrirsjáanlegrar framtíðar, ásamt því sem hönnunin miðar að því að byggingarnar veiti svigrúm til þess að þær geti þjónað sem ákveðinn miðpunktur samfélagsins í framhéraði Skagafjarðar og verði vettvangur þar sem kynslóðir geti mæst. Enn fremur er horft til þess að íbúaþróun verði jákvæð og til uppbyggingar í Varmahlíð en samkvæmt nýju aðalskipulagi á að úthluta um 30 nýjum lóðum þar á næstu misserum. Gerir hönnun nýrra skólamannvirkja ráð fyrir að nemendafjöldi skólanna geti aukist um allt að 50% frá því sem nú er, en nemendur í leikskólanum Birkilundi eru í dag 37 og 104 stunda nám í Varmahlíðarskóla. Er þessi áætlun um aukinn nemendafjölda jafnframt í anda áherslu sveitarfélaganna á að Varmahlíð verði áfram miðstöð og þjónustukjarni framhéraðs Skagafjarðar þar sem á annað þúsund íbúar búa í dag. Hönnunaruppdrættir verða á næstu dögum lagðir fram til kynningar á heimasíðum sveitarfélaganna tveggja, auk þess sem þeir munu verða til sýnis í húsnæði skólanna í Varmahlíð.

Þann 19. febrúar nk. verður kosið um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Núverandi sveitarstjórnir eru sammála um að leiði niðurstaða kosninga á meðal íbúa til sameiningar þeirra þá muni þau sameiningarfjárframlög sem renna til nýs sveitarfélags alfarið verða nýtt til þess að hraða uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð eins og frekast er kostur. Sveitarfélögin eru jafnframt sammála um að sameiningarframlögin styrkja ekki aðeins hraðari uppbyggingu í Varmahlíð heldur veita þau einnig aukið svigrúm til frekari framkvæmda á Hofsósi, Sauðárkróki, Hólum, Steinsstöðum og í dreifbýli Skagafjarðar.
Sameinað sveitarfélag allra Skagfirðinga hefur allar forsendur til að vera leiðandi sveitarfélag á landsvísu með áherslu á einfalda og skilvirka stjórnsýslu með skýrum farvegi fyrir sjónarmið íbúa. Bætt búsetuskilyrði og framúrskarandi þjónusta til framtíðar verða leiðarstef nýs sveitarfélags, auk þess sem sameinaður Skagafjörður hefur sterkari rödd til að koma hagsmunum allra íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.