Fyrirkomulag skólasunds í efstu bekkjum grunnskóla
Málsnúmer 2201219
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 16.02.2022
Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og svar menntamálaráðuneytisins við því. Í bréfi UB er bent á að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og jafnframt bent á að kröfur þær sem aðalnámskrá gerir um hæfniviðmið séu langt umfram það sem nauðsynlegt megi telja til að geta útskrifast úr grunnskóla. Ráðuneytið er hvatt til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í svari ráðuneytisins kemur fram að framundan sé endurskoðun greinasviða aðalnámskrár og að ábendingar UB verði hafðar til hliðsjónar við þá endurskoðun. Málið verður skoðað áfram.