Fara í efni

Reglugerð nr. 14_2022 um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætanir og ársreikninga

Málsnúmer 2201234

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1004. fundur - 23.02.2022

Breyting á reglugerð nr. 1212/2015. Um er að ræða frestun gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um eitt ár.
Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.
Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að nýta umrædda heimild og að breytingin taki gildi árið 2022. Einnig felur byggðarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem komi til afgreiðslu sveitarstjórnar í síðasta lagi í maí n.k.