Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Stefán Vagn Stefánsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
1.Aðgangur að húsnæði
Málsnúmer 2104150Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 14. febrúar 2022 frá félaginu Pilsaþyt í Skagafirði varðandi ósk um að fá aðstöðu í "gamla bæjarþingsalnum", Aðalgötu 2, Sauðárkróki í ótilgreindan tíma fyrir félagsmenn til að sinna saumaskap sínum.
Byggðarráð samþykkir ósk félagsins fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að gera leigusamning þar um.
Byggðarráð samþykkir ósk félagsins fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að gera leigusamning þar um.
2.Útvíkkun námu á Gránumóum
Málsnúmer 2202118Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 188. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir samráði við skiplags- og byggingarnefnd og byggðarráð um stækkun núverandi námusvæðis á Gránumóum til austurs.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrirhugaða stækkun námusvæðisins.
Byggðarráð samþykkir að heimila fyrirhugaða stækkun námusvæðisins.
3.Reglugerð nr. 14_2022 um breytingu á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætanir og ársreikninga
Málsnúmer 2201234Vakta málsnúmer
Breyting á reglugerð nr. 1212/2015. Um er að ræða frestun gildistöku reglugerðar nr. 230/2021 um eitt ár.
Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.
Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að nýta umrædda heimild og að breytingin taki gildi árið 2022. Einnig felur byggðarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem komi til afgreiðslu sveitarstjórnar í síðasta lagi í maí n.k.
Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram.
Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að nýta umrædda heimild og að breytingin taki gildi árið 2022. Einnig felur byggðarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 sem komi til afgreiðslu sveitarstjórnar í síðasta lagi í maí n.k.
4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2202160Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúrarastúku, dagsett 15. febrúar 2022 um lækkun fasteignaskatts 2022 vegna fasteignarinnar F2256680, Borgarmýri 1A, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
5.Reglur um viðveruskráningu
Málsnúmer 2202091Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um viðveruskráningu. Reglur þessar ná til allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skulu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Undanþágu vegna þessa getur einungis mannauðsstjóri veitt með samþykki viðkomandi sviðsstjóra.
Álfhildur Leifsdóttir óskar að bóka eftirfarandi og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Nauðsynlegt er að halda með einhverjum hætti utan um fjarvistir, frítökurétt og annað er varðar réttindi starfsmanna sveitarfélagsins. En starfsumhverfi starfsmannanna er mismunandi og því nauðsynlegt að sýna sveigjanleika, rétt eins og starfsmenn hafa sannarlega sýnt sveigjanleika í heimsfaraldri.
VG og óháð leggja til að grein 4. í reglum um vinnustund verði:
Viðvera er skráð í kerfið með stimpilklukku/tölvu/síma þegar vinna hefst og þegar vinnu lýkur.
Byggðarráð hafnar breytingartillögu VG og óháðra og samþykkir reglur um viðveru eins og þær eru fram lagðar. Þessar reglur verða endurskoðaðar í framhaldi af þróun kerfisins og lausna þess sem tiltækar eru á hverjum tíma.
Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar að bóka eftirfarandi og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Nauðsynlegt er að halda með einhverjum hætti utan um fjarvistir, frítökurétt og annað er varðar réttindi starfsmanna sveitarfélagsins. En starfsumhverfi starfsmannanna er mismunandi og því nauðsynlegt að sýna sveigjanleika, rétt eins og starfsmenn hafa sannarlega sýnt sveigjanleika í heimsfaraldri.
VG og óháð leggja til að grein 4. í reglum um vinnustund verði:
Viðvera er skráð í kerfið með stimpilklukku/tölvu/síma þegar vinna hefst og þegar vinnu lýkur.
Byggðarráð hafnar breytingartillögu VG og óháðra og samþykkir reglur um viðveru eins og þær eru fram lagðar. Þessar reglur verða endurskoðaðar í framhaldi af þróun kerfisins og lausna þess sem tiltækar eru á hverjum tíma.
Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
6.Reglur un innritun barna á leikskóla
Málsnúmer 2202111Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 177. fundi fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022 þar sem nefndin bókaði svo: "Drög að endurskoðuðum reglum um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Efnislegar breytingar á reglunum snúa fyrst og fremst að 6. grein þar sem leitast er við að skýra betur í hvaða tilvikum foreldrar geta sótt um að börn þeirra njóti forgangs í leikskólann. Að öðru leyti er um orðalagsbreytingar að ræða. Nefndin samþykkir breytingarnar og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Umsagnarbeiðni; breyting á lögum um fjarskipti nr. 81 2003
Málsnúmer 2202142Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. febrúar 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar n.k.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að tryggja öruggt farsíma- og Tetrasamband á þjóðvegum landsins.
Byggðarráð tekur undir mikilvægi þess að tryggja öruggt farsíma- og Tetrasamband á þjóðvegum landsins.
8.Verklagsreglur vegna barna starfsfólks leikskóla
Málsnúmer 2202112Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun 177. fundar fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022: "Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.
Fundi slitið - kl. 12:32.