Fara í efni

Fyrirspurn v. Hvatapeninga

Málsnúmer 2201281

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 299. fundur - 10.02.2022

Lagt fram erindi frá Bertínu Rodriguez þar sem farið er fram á að reglur um Hvatapeninga verði endurskoðaðar með það að markmiði að lækka aldursviðmið fyrir kaup á kortum í líkamsræktarstöðvum. Reglurnar eins og þær eru nú gera ráð fyrir að einungis 17-18 ára börn geti keypt slík kort og fengið Hvatapeninga á móti, en fyrir yngri börn eru skilyrði fyrir greiðslu Hvatapeninga þau að um sé að ræða skipulagt íþrótta- og frístundastarf undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinenda.
Erindinu frestað til næsta fundar.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 300. fundur - 10.03.2022

Erindi sem frestað var á síðasta fundi. Nefndin samþykkir að breyta reglum á þann veg að ungmenni á 16.-18. aldursári geti nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakorti í líkamsræktarstöðum. Sjá samþykkt í 1. lið dagskrár.