Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Breytingar á reglum um Hvatapeninga - lækkun aldurviðmiða í líkamsrækt
Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: ,,Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum." Breytingunni vísað til byggðarráðs.
2.Fyrirspurn v. Hvatapeninga
Málsnúmer 2201281Vakta málsnúmer
Erindi sem frestað var á síðasta fundi. Nefndin samþykkir að breyta reglum á þann veg að ungmenni á 16.-18. aldursári geti nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakorti í líkamsræktarstöðum. Sjá samþykkt í 1. lið dagskrár.
3.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd frístundaþjónustu
Málsnúmer 2001067Vakta málsnúmer
Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Nefndin fagnar þessum reglum og hvetur til enn frekara starfs til samþættingar í þjónustu við íbúa. Reglunum vísað til byggðarráðs.
4.Matur fyrir eldri borgara
Málsnúmer 2202078Vakta málsnúmer
Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.
5.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022
Málsnúmer 2201082Vakta málsnúmer
Fjögur mál tekin fyrir. Öll samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:00.