Skipulags- og byggingarnefnd - 425
Málsnúmer 2202013F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Fundargerð 425. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. febrúar 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir varaforseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 425 Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru Íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til þeirra aðila sem leita þarf umsagna hjá.
Jafnframt er skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf falið að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 425. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.