Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

425. fundur 16. febrúar 2022 kl. 11:00 - 12:30 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru Íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til þeirra aðila sem leita þarf umsagna hjá.
Jafnframt er skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf falið að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 12:30.