Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags
Málsnúmer 2202075
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1003. fundur - 16.02.2022
Málið áður á dagskrá 1002. fundar byggðarráðs. Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2022 frá Bjargi íbúðafélagi varðandi samstarf um uppbyggingu leiguíbúða. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Bjarg óskar eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og er mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitarfélög taki þátt í þessu verkefni.
Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá félaginu.
Björn Traustason framkvæmdastjóri félagsins tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið og kynnti starfsemi félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá félaginu.
samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Bjarg óskar eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða. Ljóst er að þörf er á átaki í íbúðamálum fyrir tekjulága einstaklinga/fjölskyldur og er mikilvægt að sem flest bæjar- og sveitarfélög taki þátt í þessu verkefni.
Byggðarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Bjargs íbúðafélags á fund ráðsins. Sveitarstjóra falið að finna hentugan fundartíma.