Fara í efni

Matur fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2202078

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 300. fundur - 10.03.2022

Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1008. fundur - 22.03.2022

Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar félags- og tómstundanefndar: "Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga."