Fara í efni

Hjólabrettaaðstaða

Málsnúmer 2202088

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 299. fundur - 10.02.2022

Umræða um hjólabrettapalla tekin upp að nýju. Nú er lagt til að þeir verði í suðausturhorni lóðar við Árskóla. Sviðsstjóra og frístundastjóra falið að koma málinu áfram.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 302. fundur - 18.05.2022

Lögð fram tilboð frá tveimur aðilum í hjólabrettaaðstöðu á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði í suðausturhorni skólalóðar Árskóla. Ofan á verð búnaðarins bætast fjármunir vegna jarðvegsvinnu. Félags- og tómstundanefnd telur að pallarnir frá Jóhanni Helga séu álitlegri og henti betur. Málinu vísað til Veitu- og framkvæmdasviðs til frekari útfærslu í samráði við notendur. Ekki var gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár en nefndin leggur áherslu á að fjármunir vegna þessa verði settir á áætlun næsta árs.