Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hjólabrettaaðstaða
Málsnúmer 2202088Vakta málsnúmer
Lögð fram tilboð frá tveimur aðilum í hjólabrettaaðstöðu á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að aðstaðan verði í suðausturhorni skólalóðar Árskóla. Ofan á verð búnaðarins bætast fjármunir vegna jarðvegsvinnu. Félags- og tómstundanefnd telur að pallarnir frá Jóhanni Helga séu álitlegri og henti betur. Málinu vísað til Veitu- og framkvæmdasviðs til frekari útfærslu í samráði við notendur. Ekki var gert ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár en nefndin leggur áherslu á að fjármunir vegna þessa verði settir á áætlun næsta árs.
2.Vinnuskólalaun 2022
Málsnúmer 2110251Vakta málsnúmer
Mál áður á dagskrá 296. fundar nefndarinnar, en tekið fyrir aftur vegna launahækkana sem tóku gildi þann 1. apríl s.l. Grunnlaun þann 1. apríl 2022 pr. klukkustund er 2.450 krónur samkvæmt kjarasamningnum.
10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
Vísað til byggðarráðs.
10.bekkur fái 50% af grunnlaunum eða 1.225 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 34.47%. Boðið upp á 240 vinnutíma yfir sumartímann.
9. bekkur fái 40% af grunnlaunum eða 980 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 30.67%. Boðið upp á 180 vinnutíma yfir sumartímann.
8. bekkur fái 30% af grunnlaunum eða 735 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 16,67%. Boðið upp á 120 vinnutíma yfir sumartímann.
7. bekkur fái 26% af grunnlaunum eða 637 krónur á tímann m. orlofi. Hækkun milli ára er 11,75%. Boðið upp á 40 vinnutíma yfir sumartímann.
Komi í ljós að ásókn í Vinnuskólann verði umfram áætlun áskilur nefndin sér rétt til að endurskoða þann tíma sem boðið er upp á.Nefndin áskilur sér einnig rétt til að fjölga tímum hjá hverjum árgangi ef svigrúm er innan fjárhagsáætlunar og þörfin til staðar.
Vísað til byggðarráðs.
3.Reglur um Ungmennaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 2104258Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá í maí 2021. Nefndin samþykkir að breyta orðalagi í 2. grein um fjölda í ráðinu, þannig að skýrt komi fram að í því sitja átta aðilar til tveggja ára, helmingur kosinn árlega. Að öðru leyti samþykkir nefndin reglurnar og vísar til byggðarráðs.
4.Samstarfssamningur við Flugu hf.
Málsnúmer 2203147Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur sveitarfélagsins við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningurinn hefur verið samþykktur í byggðarráði og sveitarstjórn. Skv. ákvæðum samningsins skal jafnframt taka samninginn fyrir í félags- og tómstundanefnd. Nefndin ítrekar að gott hefði verið að fá samninginn til umfjöllunar áður en skrifað var undir, þar sem nefndarmenn hafa spurningar og athugasemdir við samninginn. Nefndarmenn áskilja sér rétt til frekari umræðu og athugasemda um samninginn á vettvangi sveitarstjórnar.
5.Beiðni um niðurfellingu leigugjalds vegna viðburðar í íþróttahúsi á Sauðárkróki
Málsnúmer 2205174Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls með ósk um gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu vegna uppskeruhátíðar deildarinnar sem haldin verður n.k. föstudagskvöld. Jafnframt óskar deildin eftir gjaldfrjálsum afnotum af húsinu vegna bingós sem deildin hyggst halda þann 17. júní. Félags- og tómstundanefnd óskar Körfuknattleiksdeild Tindastóls til hamingju með góðan árangur og samþykkir erindið.
6.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19
Málsnúmer 2205010Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar hvatning frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022 með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Ráðuneytið hyggst veita fjármunum til sveitarfélaga vegna þessa sem sótt hefur verið um af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
7.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu)
Málsnúmer 2205018Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis með upplýsingum um breytingar á ýmsum lögum í kjölfar setningar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Breytingarnar miða allar að því að styrkja grunn þjónustunnar, skýra verkefni og skyldur stofnana og sundurgreina ábyrgð annrs vegar og eftirlit hins vegar.
8.Teymi barna - erindisbréf
Málsnúmer 2202230Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindisbréf um Teymi barna. Teymi barna er samstarfsvettvangur Fjölskyldusviðs sveitarfélagsins og Heilsugæslu HSN um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Erindisbréfið miðar að því að skýra betur hverjir sitja í Teyminu sem og hlutverk þeirra. Með erindisbréfinu fylgir samþykkarblað til undirritunar af hálfu foreldra/forráðamanna barna þegar mál koma til umfjöllunar í Teyminu.
9.Brotthvarf úr framhaldsskólum - Velferðarvaktin
Málsnúmer 2205043Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarvaktinni með ábendingum um ýmsa þætti sem stuðlað geta að minna brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Með erindinu fylgir skýrsla sem ber heitið ,,Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum" sem unnin var í umboði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis.
10.Félag foreldrajafnréttis - styrkbeiðni
Málsnúmer 2204171Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi f.h. Félags Foreldrajafnréttis þar sem óskað er eftir styrk til starfsemi félagsins. Félags- og tómstundanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
11.Orlof húsmæðra 2022
Málsnúmer 2205056Vakta málsnúmer
Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 127,96 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
12.Mönnunarvandi innan fjölskyldusviðs sumarið 2022
Málsnúmer 2205153Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað með upplýsingum um þann mönnuanrvanda sem fjölskyldusvið stendur frammi fyrir í stofnunum sviðsins. Afar erfiðlega hefur gengið að ráða fólk til sumarafleysinga sem og fastra starfa og ekki vitað hvort tekst að halda uppi óbreyttu þjónustustigi við svo búið. Erfiðleikar þessir eru mestir í félagsþjónustu en jafnframt hefur gengið erfiðlega að ráða fólk til starfa í frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu.
13.Bókun stjórnar SÍS um innleiðingu barnaverndarlaga
Málsnúmer 2203286Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem fjallað er um breytingar á barnaverndarlögum. Breytingarnar fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á vettvangi sveitarfélaganna. Gildistaka þessara breytinga er 1. október 2022 og ljóst að mikið starf er framundan af hálfu sveitarfélaganna að skilgreina stjórnsýslu og umdæmi slíkra ráða.
14.Yfirfærsla verkefna frá Akrahreppi vegna sameiningar sveitarfélaga
Málsnúmer 2205025Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað um yfirfærslu verkefna frá Akrahreppi vegna sameiningar sveitarfélaganna, en formleg sameining tekur gildi þann 29. júní n.k.
15.Trúnaðarbók félags-og tómstundanefndar 2022
Málsnúmer 2201082Vakta málsnúmer
tvö mál tekin fyrir, Öðru synjað en hitt samþykkt. Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 16:45.