Fara í efni

Verklagsreglur vegna barna starfsfólks leikskóla

Málsnúmer 2202112

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 16.02.2022

Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1004. fundur - 23.02.2022

Lögð fram til kynningar svohljóðandi bókun 177. fundar fræðslunefndar þann 16. febrúar 2022: "Drög að endurskoðuðum verklagsreglum vegna barna starfsfólks í leikskóla lagðar fram. Í reglunum er leitast við að skýra betur forsendur þess að börn starfsmanna geti átt rétt á forgangi um pláss í leikskóla og ítrekað að slíkur forgangur sé alltaf á forsendum þarfar viðkomandi starfsstöðvar. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.