Fyrir hönd Suðurleiða sækir Gísli Rúnar Jónsson um iðnaðarlóðir við Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1 á Sauðárkróki. Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson um iðnaðarlóð við Borgarteig 4. Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi: Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður. Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur. Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleingarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar. Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Verði lóðum númer 2 og 4 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu úthlutað til umsækjenda á grundvelli innsendra umsókna og lóðirnar númer 2 við Borgarteig og númer 1 við Borgarsíðu sameinaðar eru áform um uppbygginguna eftirfarandi:
Fyrirhugað er að byggja lóðirnar í tveimur áföngum og verða framkvæmdir hafnar sumarið 2022. Fyrri áfangi yrði límtréshús klætt yleiningum, um 1.250 m², ca. 700 m² á lóðinni númer 2 við Borgarteig og ca.550 m² á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Ætlað mannvirki yrði sambyggt og hólfað með eldvarnarvegg á lóðarmörkum, mænisstefna norður-suður.
Annar áfangi yrði samskonar hús, ca. 500 m² límtréshús klætt yleiningum byggt til austurs út frá húsi á lóðinni númer 2 við Borgarteig, mænisstefna austur-vestur.
Í dag eru Suðurleiðir með starfssemi sína í 280 m² fjöleingarhúsi sem stendur á lóðinni númer 2 við Borgarröst og hefur til umráða tæpan helming þeirrar lóðar. Í dag fullnægir hvorki húsnæði né aðstaða á lóð þörfum þess rekstrar.
Ástæða beiðni um sameiningu og að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 2 og Borgarsíðu 1 byggir á kröfum um aukið umferðaröryggi sem m.a. fellst í því að geta verið með gegnumakstur stórra ökutækja í gegnum húsnæðið svo ekki komi til að menn þurfi að bakka útí umferðargötu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.