Fara í efni

Álfgeirsvellir 146143 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2202144

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir sækja um fyrir hönd RBR ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Álfgeirsvalla, landnúmer 146143, um heimild til að stofna 1080 m² byggingarreit í landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr.S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis Efribyggðarvegar en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 13,92 metrar frá Efribyggðarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir rökstuðningi varðandi beiðni um undanþágu frá ákvæði 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar.