Fara í efni

Almannavarnir - Greining á áhættu og áfallaþoli, viðbragðsáætlanir og æfingar

Málsnúmer 2202214

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1005. fundur - 02.03.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 21. febrúar 2022, frá Ríkislögreglustjóra og sviðsstjóra almannavarna stofnunarinnar. Þar kemur fram að almannavarnir eru að hrinda af stað rafrænu eftirliti með stöðu almannavarnastarfs í vefgátt. Könnunin er liður í starfi Almannavarna ríkislögreglustjóra til að uppfylla kröfur í 7. gr. laga um almannavarnir þar sem segir að ríkislögreglustjóri hafi eftirlit með almannavörnum sveitarfélaga. Ætlunin er að gera sambærilega könnun árlega sem hluta af virku eftirliti og samvinnu með almannavörnum sveitarfélaga.
Í fyrsta áfanga er könnunin gerð hjá sveitarfélögunum en á næstu árum verður umfang könnunarinnar útvíkkað og hún gerð hjá öllum þeim sem eiga að gera greiningu á áhættu og áfallaþoli, viðbragðsáætlanir og sinna æfingum. Könnunin tekur á þeim ákvæðum í almannavarnalögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, sem varða sveitarfélög með útgangspunkt í því að í hverju sveitarfélagi starfar almannavarnanefnd sem vinnur að gerð hættumats og viðbragðsáætlana.
Í bréfinu er jafnframt óskað eftir tengilið sveitarfélagsins sem fær það hlutverk að vera ábyrgur aðili innan viðkomandi starfsemi til að staðfesta svör sveitarfélagsins. Tengiliður Sveitarfélagsins Skagafjarðar er Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar sem jafnframt er formaður Almannavarnarnefndar Skagafjarðar.