Birkilundur - breytingar á sumarorlofi
Málsnúmer 2202231
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 178. fundur - 30.03.2022
Við samþykkt skóladagatals Birkilundar fyrir starfsárið 2021-2022 láðist að setja inn dagsetningu lokunar vegna sumarleyfis sumarið 2022. Lagt er til að það verði eins og undangengin ár, þ.e. leikskólinn loki kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. júlí og opni aftur kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. ágúst. Tillagan hefur verið lögð fyrir foreldraráð sem gerir ekki athugasemdir við hana. Nefndin samþykkir tillöguna.