Fara í efni

Samráð; Breyting á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Málsnúmer 2202243

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1005. fundur - 02.03.2022

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2022, Breyting á lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.
Samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar eiga íbúar á svæðum sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma rétt á niðurgreiðslu kostnaðar við hitun íbúðarhúsnæðis. Fjárhæð slíkra styrkja skal jafngilda átta ára áætluðum niðurgreiðslum sem lækka í réttu hlutfalli við orkusparnað tengdan umhverfisvænni orkuöflun og/eða aðgerðum sem leiða til bættrar orkunýtingar við húshitun. Þannig þarf notandi að leggja fram upplýsingar um orkunotkun síðustu fimm ára, meta sjálfur tæknilegan ávinning framkvæmdarinnar, lækka niðurgreiðslustuðul sinn út frá eigin áhættumati og meta aukna raforkunotkun til framtíðar til að forðast óþarfa kostnað. Með frumvarpinu er lagt til að slíkur styrkur nemi helmingi af kostnaði við kaup á búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar, svo sem varmadælu, og að endurgreiðslur notenda verði ekki skertar.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu og lýsir yfir stuðningi við framgöngu þess.