Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Málsnúmer 2203006F
Vakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Málið var áður á dagskrá skipulags- og bygginganefndar þann 25.ágúst og 4. nóvember 2021. þar sem nefndin frestaði afgreiðslu málsins. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og gefur þar með framkvæmdaleyfi fyrir reisingu aparólu á svæði austan Gilstúns eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 á fundi þann 7. janúar 2022.
Gerð var íbúakönnun hjá íbúum sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa og velvild allra íbúa liggur fyrir.
Sviðstjóra er falið að ganga frá viljayfirlýsingu við Freyjurnar sem taki mið af komandi deiliskipulagi og sjá til þess að aparólunni verði komið fyrir sem fyrst og að svæðið verði sent í deiliskipulagsferli.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Allar teikningar vegna burðaþols hafa verið sendar byggingafulltrúa til yfirferðar og samþykktar. Ekkert á því að hamla því að framkvæmdir við byggingu útikennslustofu geti hafist þegar að undirritun teikninga hefur átt sér stað.
Nefndin fagnar því að langþráðum áfanga sé náð og leggur áherslu á að hafist verðið handa við byggingu húss og útivistarsvæðis í Litla Skógi sem fyrst.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Drög að ársreikningi Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan. Þessar breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Skráning vegna þátttöku sveitarfélaga er opin til og 11. mars næstkomandi þar sem hægt er að skrá sig á eftirfarandi verkefni. 1 Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku. 2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. 3 Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað.
Búið er að skrá þátttöku sveitarfélagsins sem mun taka þátt í öllum verkefnunum. Valur Valsson er tengiliður sveitarfélagsins við verkefnin.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Á 29. ársþingi SSNV, sem haldið var þann 16. apríl 2021, var skipuð 7 manna samgöngu- og innviðanefnd. Tilgangurinn með skipan nefndarinnar var endurskoða gildandi samgöngu- og innviðaáætlun frá árinu 2019.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður nefndarinnar kynnti drög að samgöngu- og innviðaáætlun fyrir árið 2022.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Fundagerðir Hafnarsambandsins frá fundum nr. 441 og 442 lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við lið 12.1.