Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 1007
Málsnúmer 2203014FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókaði svo á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022: "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Sveitarfélagið Skagafjörður lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum. Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkir jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum."
Undir þessum dagskrárlið sat Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar í gegnum fjarfundabúnað.
Farið var yfir framvindu málsins og þá vinnu sem er í gangi á vegum stjórnvalda í samvinnu við sveitarfélögin. Byggðarráð þakkar þeim aðilum sem þegar hafa boðið fram húsnæði í Skagafirði til að mæta vanda úkraínskra flóttamanna. Hægt er að skrá íbúðir í því skyni á heimasíðu Fjölmenningarseturs.
Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram.
Málið rætt og því framhaldið á næsta fundi byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagt fram bréf frá FISK Seafood ehf., dagsett 14. febrúar 2022 varðandi uppgjör skulda Versins vísindagarða ehf. og afskráningu félagsins. Sveitarfélagið á 66,66% hlut í félaginu á móti FISK Seafood ehf.
Byggðarráð samþykkir að leggja til 50% af skuld Versins að upphæð kr. 7.359.689 og í framhaldi verður hlutafé Versins afskrifað og félagið afskráð. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lögð fram umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts, dagsett 8. mars 2022, frá Sauðárkrókskirkju vegna Safnaðarheimilisins, Aðalgötu 1, F2131092. Sótt er um skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að fella niður álagðan fasteignaskatt 2022 af fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Erindinu vísað frá 300. fundi félags- og tómstundanefndar þann 10. mars 2022.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: "Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum."
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 15, Breytingar á reglum um Hvatapeninga - lækkun aldurviðmiða í líkamsrækt. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2203139, dagsettur 14. mars 2022 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn B Reykjavík ehf, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna útitónleika á skíðasvæðinu í Tindastóli sem fyrirhugað er að halda þann 19.03. 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. mars 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. mars nk. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. mars 2022 frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 1008
Málsnúmer 2203021FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar. Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2022 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi tvær þingsályktunartillögur sem samþykktar voru samhljóða á 102. ársþingi UMSS þann 12. mars 2022.
Í fyrri tillögunni komu fram þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir veittan stuðning á liðnum árum. Síðari tillagan hljóðar svo: "102. ársþing UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum UMSS á næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram söluyfirlit fasteignasala vegna Túngötu 10 á Hofsósi. Sala fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun ársins 2022.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði auglýst til sölu hjá Fasteignasölu Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram erindi dagsett 11. janúar 2022 frá leigjanda íbúðarinnar Laugatún 7 n.h., þar sem hann upplýsir um áhuga sinn á því að kaupa íbúðina og nýta sér forgang sinn samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Verðmat fasteignasala liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að bjóða viðkomandi að nýta forkaupsrétt sinn og kaupa fasteignina á verðmati fasteignasala.
Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram verðmat fasteignasala á fasteigninni Lambanes Reykir C. Heimild fyrir sölu fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á að nýta sér forkaupsrétt sinn. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar félags- og tómstundanefndar: "Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga." Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Vil ég fyrir hönd VG og óháðra og ég held ég geti sagt fyrir hönd félags og tómstundanefndarinnar allrar, þakka starfsmönnum félags - og tómstundanefndar fyrir greinargóða upplýsingaöflun fyrir þetta þarfa og brýna málefni sem þarfnast verulegra úrbóta. Nefndin vill sjá að allir eldri borgarar Skagafjarðar njóti þessarar þjónustu til farsældar. Að því sögðu þá er þetta samt flókin þjónusta þar sem héraðið er dreifbýlt. En það eru alltaf til lausnir við flóknum verkefnum og það þarf ekki að kyngja fílnum í einum munnbita. Því óska VG og óháðir eftir því að þessi mikilvæga þjónustan bíði ekki eftir því að steypan þorni að nýjum skólahúsnæðum, heldur farið verði í markvissa vinnu að koma henni á laggirnar í þeirri mynd sem hentar á hverju svæði.
Leggjum við til að byrjað verði með þjónustuna á Hofsósi, að þar verði könnuð eftirspurn eftir þessari þjónustu meðal þeirra rúmlega 40 eldriborgara sem þar eru og unnið að því að koma á móts við þá sem þjónustuna þyggja með sem bestum hætti.
Fyrir hönd VG og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir
Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022 verði þeir sömu og í sameiningarkosningum þann 19. febrúar s.l., þ.e. Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Félagsheimilið Ketilás. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 16, Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 1. apríl 2022 í Reykjavík. Athygli er vakin á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðlar skv. hlutafélagalögum (nr. 2/1995). Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
- 2.9 2203111 Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.)Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 10. mars 2022. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
- 2.10 2203062 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 18. mars 2022 frá innviðaráðuneyti til kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 1009
Málsnúmer 2203029FVakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við lið 3.5.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Málið áður á dagskrá 1008. fundi byggðarráðs þann 22. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102.ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
Byggðarráð samþykkir að skipa starfshóp með UMSS um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu að sveitarstjórnarkosningum loknum. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 25. mars 2022 frá Sunnu Axelsdóttur hdl. hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd umbjóðenda sinna Dagnýjar Stefánsdóttur og Róberts Loga Jóhannssonar, eigenda og ábúenda að Laugarmýri í Skagafirði, vegna jarðhitaréttinda og nýtingar heitavatnsborholu í landi Laugarbóls, L146191. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Hjörleifur Kvaran hrl. þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að fela Hjörleifi Kvaran að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, eða eftir atvikum á starfssvæði sem nær yfir Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu, kjósi Húnaþing vestra að draga sig út úr samstarfi sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa haft með sér undanfarin ár. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi þess efnis á önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra og óska eftir afstöðu þeirra til samstarfs sem byggir á þeim samningi sem rann út 28. febrúar sl. og gildistíma nýs samnings til a.m.k. þriggja ára. Óskað verði eftir því að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 7. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lögð fram drög að fimm ára samningi við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram verðmat fasteignasala á fasteigninni Lambanes Reykir B, F2144120. Heimild fyrir sölu fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á að nýta sér forkaupsrétt sinn.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 24. mars 2022 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 22. mars 2022 frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Íslandsdeild Transparency International (TI-IS) var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæi - samtök gegn spillingu. Farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki rekstrargrundvöll deildarinnar með fjárframlagi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að leggja fram rekstrarstyrk.
Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. mars 2022 frá Skipulagsstofnun. Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#fath
Skipulagsstofnun fer fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 16. maí 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá dómsmálaráðuneyti til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. mars 2022 varðandi endurskiplagningu sýslumannsembætta.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum af málinu og áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 1010
Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 4.3.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2021. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi hjá KPMG ehf. fór yfir og kynnti ársreikninginn fyrir fundarmönnum. Stefán Vagn Stefánsson sveitarstjórnarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar 24, Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lagt fram til kynningar ódagsett bréf til bæjar-/byggðarráða og framkvæmdastjóra sveitarfélaga sem barst með tölvupósti þann 28. mars 2022 varðandi verkefnið Römpum upp Ísland. Markmið verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða á Nöfum.
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún sitji hjá. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lögð fram umsókn dagsett 27. mars 2022, um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2022 frá Sálarrannsóknarfélagi Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fella niður fasteignaskatt af framangreindri fasteign um 30% samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. mars 2022 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 25. mars 2022 varðandi viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1010 Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. mars 2022 varðandi átak um Hringrásarhagkerfið. Bókun fundar Afgreiðsla 1010. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97
Málsnúmer 2203019FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Videosport ehf. vegna viðburðar í Ljósheimum fyrir leikskólabörn í Sveitarfélaginu Skagafirði . Til stendur að fá Íþróttaálfinn og Sollu stirðu til að skemmta börnum á leikskólaaldri. Til þess að hægt sé að bjóða börnum frítt á viðburðinn óska þau eftir styrk að upphæð 150.000 kr.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 97 Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 24. - 30. apríl nk. Til stendur að halda Sæluviku með hefðbundnum hætti þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi. Setning Sæluviku verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 24. apríl. Þar verða úrslit hinnar árlegu Vísnakeppni tilkynnt og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar verða veitt. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum aðilum til þess að halda viðburði á Sæluviku.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum að óska eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hvetur einnig áhugasama til þess að standa fyrir viðburði í Sæluviku. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 421. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
6.Félags- og tómstundanefnd - 300
Málsnúmer 2203005FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 300 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: ,,Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum." Breytingunni vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 300 Erindi sem frestað var á síðasta fundi. Nefndin samþykkir að breyta reglum á þann veg að ungmenni á 16.-18. aldursári geti nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakorti í líkamsræktarstöðum. Sjá samþykkt í 1. lið dagskrár. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 300 Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Nefndin fagnar þessum reglum og hvetur til enn frekara starfs til samþættingar í þjónustu við íbúa. Reglunum vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 300 Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 300 Fjögur mál tekin fyrir. Öll samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 300. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
7.Félags- og tómstundanefnd - 301
Málsnúmer 2203035FVakta málsnúmer
-
Félags- og tómstundanefnd - 301 Lagt fram verðmat á íbúð nr. 103 að Víðimýri 4, Sauðárkróki, F2132468.
Samkvæmt lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, á Sveitarfélagið Skagafjörður forkaupsrétt á íbúðum í sveitarfélaginu sem féllu undir þau lög.
Í 88. grein laganna segir m.a. ,,Um greiðslu til seljanda fer með eftirfarandi hætti skv. umræddri lagagrein: Við kaup á íbúðinni skal seljandi fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna frá því kaupsamningur var gerður.
Við greiðslur þessar bætast verðbætur samkvæmt vísitölu lánskjara frá greiðsludegi til söludags. Einnig skal seljandi íbúðarinnar fá endurgreiddar þær endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni að mati húsnæðisnefndar byggðu á reglum húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Til frádráttar greiðslu til seljanda kemur fyrning, vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Fyrning reiknast 1% af framreiknuðu verði íbúða fyrir hvert ár. Vanræksla á viðhaldi er metin af húsnæðisnefnd í samræmi við reglur húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds.“
Verðmat endurbóta byggir á mati verkfræðistofunnar Stoðar sem framkvæmt var þann 11. febrúar 2022 að viðstöddum fulltrúum kaupanda og erfingja seljanda. Upphæð kaupverðs er byggð á 88. grein laga nr. 97/1933 og er að viðbættu mati á endurbótum, skv. ofangreindu 12.968.550 krónur. Greiðsla til seljanda er framangreint kaupverð að frádregnum áhvílandi lánum, fasteignagjöldum, húsgjöldum og sölukostnaði.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við ofangreint verðmat.
Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 301 Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 301 Fulltrúar ungmennaráðs, Mikael Halldórsson, Íris Aradóttir og Óskar Stefánsson, komu á fund nefndarinnar. Fundarpunktar verða sendir til byggðarráðs til umfjöllunar. Nefndin þakkar mjög góðan fund og óskar ungmennaráði alls hins besta. Bókun fundar Afgreiðsla 301. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
8.Fræðslunefnd - 178
Málsnúmer 2203013FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 178 Við samþykkt skóladagatals Birkilundar fyrir starfsárið 2021-2022 láðist að setja inn dagsetningu lokunar vegna sumarleyfis sumarið 2022. Lagt er til að það verði eins og undangengin ár, þ.e. leikskólinn loki kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. júlí og opni aftur kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. ágúst. Tillagan hefur verið lögð fyrir foreldraráð sem gerir ekki athugasemdir við hana. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 178 Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður setti sér lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing stefnunnar hefur gengið og framvindu hennar. Jafnframt er óskað eftir umfjöllun um önnur verkefni sem hvetja til enn frekari lesturs. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 178 Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Nefndin fagnar þessum reglum og hvetur til enn frekara starfs til samþættingar í þjónustu við íbúa. Reglunum vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 178 Erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem hvatt er til að aðilar skólasamfélagsins nálgist Pisa könnunina, sem lögð er fyrir í ár, með jákvæðu hugarfari. Minnt er á að góð þátttaka í Pisa skiptir miklu til að tryggja það að niðurstöður endurspegli stöðu nemenda á Íslandi á tilteknum sviðum náms. Nefndin tekur undir erindi ráðherra. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 178 Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem kynnt er verkefnið ,,Ertu ókei" sem ætlað er að auka vitund á mikilvægi geðræktar og því að börn og ungmenni ræði líðan sína við aðila sem þau treysta. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
9.Landbúnaðarnefnd - 226
Málsnúmer 2203017FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 226 Andrés Helgason bóndi í Tungu, Gönguskörðum, kom á fund landbúnaðarnefndar undir þessum dagskrárlið til viðræðu um slælegar fjárleitir í Vesturfjöllum, sérstaklega svæðið frá Gyltuskarði norður til Hryggjadals. Síðustu ár hefur Andrés ásamt fleirum sótt fjölda fjár að loknum hefðbundnum leitum. Andrés og félagar hans hafa gert þetta að eigin frumkvæði og varið til þess ómældri vinnu og kostnaði.
Nefndin er sammála um að kalla fjallskilastjóra á viðkomandi svæði á næsta landbúnaðarnefndarfund. Umhverfis- og landabúnaðarfulltrúa falið að leita leiða til að bæta þeim aðilum sem staðið hafi í handsömun á eftirlegufé í Vesturfjöllunum útlagðan kostnað vegna ársins 2021-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 226 Reynir Ásberg Jómundsson hefur óskað eftir því að sveitarfélagið komi að viðgerð á afréttargirðingu í landi Áshildarholts, u.þ.b. 1 km. að lengd. Lagfæring girðingarinnar var gerð sumarið 2021 og er kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins 628 þkr.
Landbúnaðarnefnd hefur þegar ráðstafað því fjármagni sem hún hefur til girðingaframkvæmda á fjárhagsáætlun ársins 2022. Hlutur sveitarfélagsins verður ekki til greiðslu fyrr en á árinu 2023 að óbreyttu. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 226 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2022 frá Garðari Páli Jónssyni, Friðriki Andra Atlasyni og Herberti Hjálmarssyni þar sem þeir óska eftir breytingu á þeim grenjasvæðum sem þeim hafa verið úthlutuð til leitar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að Herbert og Friðrik Andri fá til viðbótar Hjaltadal að austan frá Hofsá, fram Haga, Héðinsdal og Fúinhyrnu. Við þessa breytingu eru þeir með Hjaltadalinn beggja megin ár framan við Hofsá.
Landbúnaðarnefnd hafnar beiðni Garðars Páls um að hann sjái um grenjaleit frá Sleitustöðum út Óslandshlíð að merkjum Stafnshóls og Skuggabjarga, sökum þess að svæðið er þegar úthlutað öðrum.
Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 226 Lagt fram erindi frá Marinó Erni Indriðasyni dagsett 17. febrúar 2022 varðandi refaveiði á svæði frá Vindheimum og fram í Villinganes.
Landbúnaðarnefnd hafnar beiðni Marinós sökum þess að svæðið er þegar úthlutað öðrum.
Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 226 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi upplýsir að Elvar Már Jóhannsson og Jóhann Guðbrandsson hafa sagt upp samningum sínum um refaveiði á svæðinu frá Lónkoti og fram að Nýlendi. Svæði sem Jóhann Óskar Jóhannsson heitinn hafði í Sléttuhlíð er einnig laust til úthlutunar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gera samninga við veiðimennina Kristján B. Jónsson og Egil I. Ragnarsson um að þeir skipta þessu svæði á milli sín og verði merki um Mannskaðahól. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 226 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur fram drög að úthlutun veiðikvóta refa og minka vegna ársins 2022.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að verðlaun fyrir veidda minka hækki í 11.000 kr á dýr til ráðinna veiðimanna. Verðlaun fyrir ref verði óbreytt frá fyrra ári, jafnframt er samþykkt að greiða 15.000 kr. fyrir útkall til refaveiða að beiðni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og 20.000 kr fyrir dýrbíta. Bókun fundar Afgreiðsla 226. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
10.Skipulags- og byggingarnefnd - 429
Málsnúmer 2203020FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom á fundinn og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Sveinstún á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Nestún norðurhluta og óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns. Ein jákvæð umsögn barst , Skipulagsstofun hyggst ekki gefa umsögn, og engar athugasemdir.
Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma er ekki skylt sbr. 41. gr. skipulagslaga að taka tillöguna aftur til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna.
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Kollgáta ehf. arkitektastofa, Valþór Brynjarsson sækir um fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er þinglýstur eigandi óskiptra og sameiginlegra jarða, Hraun I L146818, Hraun II L146824 og lóðarinnar Hraun lóð L223861 um leyfi til að stofna:
949,1 m² lóðir úr sameiginlegu en óskiptu landi Hrauna I L146818 og landi Hrauna II L146824, til jafns frá hvorri jörð.
Þá er sótt um að sameina lóðirnar lóðinni Hraun lóð L223861. Á þeirri lóð stendur MHL 01, 250,3 m² geymsla byggð árið 1874.
Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Kollgátu ehf. arkitektastofu af Valþóri Brynjarssyni. Uppdráttur í verki nr.12-19-21, dagssettur 22.02.2022.
Lögbýlarétturinn fylgir áfram jörðunum Hraun I L146818, Hraun II L146824.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Fyrir hönd Hvalnesbúsins ehf sækir Bjarni Egilsson eftir að staðfangið Hvalnes II verði skráð á nýtt 140 fm. íbúðarhús sem byggt hefur verið jörðinni Hvalnes L145892.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Finnur Sigurðsson eigandi lóðarinnar Laugarhvammur lóð 12a (212950), Sveitarfélaginu Skagafirði óskar eftir breyttri skráningu lóðarinnar. Lóðin er í dag skráð sumarbústaðaland, óskað er eftir því að hún verði skráð íbúðarhúsalóð.
Lóðarblað nr.S-22 í verki nr.72046 gert á Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett 28.maí 2007 gerir grein fyrir afmörkun lóðar og byggingarreit.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins .
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Iðutún 17 umsagnarbeiðni. Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Ásbirni Óttarssyni, umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 17 við Iðutún.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 7900180, númer A-100 til og með A-105, dagsettir 01.12.2021.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa með vísan til 10.gr laga nr. 160/2010 um mannvirki varðandi framlagða uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi enda fellur ætluð framkvæmd innan byggingarreits.
Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Páll Árni Guðmundsson spyrst fyrir um hvort til séu íbúðarlóðir lausar til úthlutunar á Steinsstöðum.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi eru íbúðalóðir ætlaðar við Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag varðandi þetta svæði og lóðir því ekki lausar til úthlutunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt svæði verði deiliskipulagt.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 17, Steinsstaðir - Fyrirspurn um lóð. Samþykkt samhljóða.
11.Skipulags- og byggingarnefnd - 430
Málsnúmer 2203026FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Lausar lóðir - Yfirlitskort fyrir heimasíðu
Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að yfirlitskorti með lausum lóðum í sveitarfélaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að uppfæra yfirlitskortið í samræmi við umfjöllun nefndarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7.01.2022 og sveitarstjórnar þann 12.01.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að leita tilboða og vinna málið áfram.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18.11.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á umræddu svæði. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 18, Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Norðurbær. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Umsókn um iðnaðarlóð og hugsanlega sameiningu lóða.
Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Aðalsteinsson um iðnaðarlóðina Borgarsíðu 3.
Kaffi 600 ehf. hefur þegar fengið lóð númer 4 við Borgarteig úthlutað og óskar nú einnig eftir lóð númer 3 við Borgarsíðu með þann möguleika að geta sameinað lóðirnar tvær í eina.
Fyrirhugað er að byggja á lóðunum í tveimur áfögnum og áætlað að framkvæmd við fyrri hluta hefjist sumarið 2022. Þeim framkvæmdum hefur þegar verið lýst í fyrr umsókn um Borgarteit 4. Seinni áfangi væri annað límtréshús mögulega byggt í tengingu við húsið við Borgarteig 4. Ástæða fyrir beiðni um sameiningu lóða er að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 4 og Borgarsíðu 3 byggir á því að hugsanleg nýting hússins muni krefjast gegnumaksturs um bygginguna sem og kröfum um aukið umferðaröryggi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Erindið var áður tekið til umfjöllunar í Skipulags- og byggingarnefnd 9.9.2021, þá bókað:
"Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða. Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna skilmála fyrir lóðir nr. 1-8 og í framhaldi af því auglýsa lausar lóðir til úthlutunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Pétur Ingi Grétarsson og Sveinn Úlfarsson f.h. 1001 minks ehf. þinglýstir eigendur jarðarinnar Innstalands, landnúmer 145940 óska hér með eftir heimild til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Einhyrningur fjarskiptahús“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 82030201 útg. 16. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Afmörkun spildu samræmist lóðarleigusamningi 07. júlí 2021.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 og endurskoðað aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til nærliggjandi örnefnis og lóðarnotkunar.
Innan útskiptrar spildu er tækjahús sem er óskráður matshluti ásamt mastri vegna fjarskipta. Mannvirki þessi verða skráð á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Innstalandi, landnr. 145940.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Sveinn F. Úlfarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. - 11.8 2010009 Skíðastaðir (145912) - 112. ohf. Fjarskiptaaðstaða á Miðmundarfell - Umsókn um framkvæmdaleyfiSkipulags- og byggingarnefnd - 430 Gísli Ágústsson og Jón Árni Vignisson f.h. Fossmanna ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Skíðastaða, landnúmer 145912 óskar hér með eftir heimild til að stofna 400 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Miðmundarfjall“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 82030101 útg. 16. nóv. 2021. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði.
Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 og endurskoðað aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til nærliggjandi örnefnis.
Innan merkja útskiptrar spildu standa yfir framkvæmdir á fjarskiptamannvirkjum. Mannvirki þessi skulu fylgja útskiptri lóð.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Skíðastöðum, landnr. 145912.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Björn Ólafsson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lyngbrekku í Skagafirði (landnr. 232788), óska hér með eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7591-07, dags. 26. jan. 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar dagss. 23.03.2022.
Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en fyrirhugað íbúðarhús verður í 51 m fjarlægð frá Efribyggðarvegi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 19,Lyngbrekka (L232788) - Umsókn um byggingarreit. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 17.03.2022 þar sem afgreiðslu var frestað.
“Finnur Sigurðsson eigandi lóðarinnar Laugarhvammur lóð 12a (212950), Sveitarfélaginu Skagafirði óskar eftir breyttri skráningu lóðarinnar. Lóðin er í dag skráð sumarbústaðaland, óskað er eftir því að hún verði skráð íbúðarhúsalóð.
Lóðarblað nr.S-22 í verki nr.72046 gert á Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett 28.maí 2007 gerir grein fyrir afmörkun lóðar og byggingarreit.
Með hliðsjónar af skilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi og í endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindinu.
Jafnframt bendir skipulagsfulltrúi á að hafin er deiliskipulagsvinna fyrir stækkun íbúðabyggðar við Lækjarbrekku og Lækjarbakka á Steinsstöðum í samræmi við aðalskipulag.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 20, Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Kollgáta arkitektastofa leggur fram fyrir hönd Fljótabakka ehf. skipulagslýsingu og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraun í Fljótum.
Meginmarkmiðið með deiliskipulagi þessu er að skipuleggja nýjar lóðir á landareigninni til að styðja við atvinnurekstur í ferðaþjónustu. Skipulagið miðar að því að skapa nýjar lóðir og byggingarreiti undir nýbyggingar auk þess sem núverandi hús á eigninni fá einnig skýrari stöðu, hvert með sinni lóð og byggingarreit skv. skipulagsreglugerð. Um er að ræða tvo megin kjarna uppbyggingar og endurbyggingar innan landareignarinnar sem eru merktir Kjarni A og Kjarni B á uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 21, Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að drög að umsögn ásamt VSÓ ráðgjöf.
Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að uppfæra þurfi deiliskipulagstillögu í samræmni við skipulagslýsingu sem nú er í auglýsingarferli.
Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 430 Endurskoðaðar reglur um úthlutun lóða lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 189
Málsnúmer 2203006FVakta málsnúmer
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við lið 12.1.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Málið var áður á dagskrá skipulags- og bygginganefndar þann 25.ágúst og 4. nóvember 2021. þar sem nefndin frestaði afgreiðslu málsins. Skipulags- og bygginganefnd samþykkir erindið og gefur þar með framkvæmdaleyfi fyrir reisingu aparólu á svæði austan Gilstúns eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 á fundi þann 7. janúar 2022.
Gerð var íbúakönnun hjá íbúum sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa og velvild allra íbúa liggur fyrir.
Sviðstjóra er falið að ganga frá viljayfirlýsingu við Freyjurnar sem taki mið af komandi deiliskipulagi og sjá til þess að aparólunni verði komið fyrir sem fyrst og að svæðið verði sent í deiliskipulagsferli.
Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Allar teikningar vegna burðaþols hafa verið sendar byggingafulltrúa til yfirferðar og samþykktar. Ekkert á því að hamla því að framkvæmdir við byggingu útikennslustofu geti hafist þegar að undirritun teikninga hefur átt sér stað.
Nefndin fagnar því að langþráðum áfanga sé náð og leggur áherslu á að hafist verðið handa við byggingu húss og útivistarsvæðis í Litla Skógi sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Drög að ársreikningi Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru framundan. Þessar breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.
Skráning vegna þátttöku sveitarfélaga er opin til og 11. mars næstkomandi þar sem hægt er að skrá sig á eftirfarandi verkefni. 1 Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku. 2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. 3 Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað.
Búið er að skrá þátttöku sveitarfélagsins sem mun taka þátt í öllum verkefnunum. Valur Valsson er tengiliður sveitarfélagsins við verkefnin.
Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Á 29. ársþingi SSNV, sem haldið var þann 16. apríl 2021, var skipuð 7 manna samgöngu- og innviðanefnd. Tilgangurinn með skipan nefndarinnar var endurskoða gildandi samgöngu- og innviðaáætlun frá árinu 2019.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður nefndarinnar kynnti drög að samgöngu- og innviðaáætlun fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 189 Fundagerðir Hafnarsambandsins frá fundum nr. 441 og 442 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
13.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 32
Málsnúmer 2203009FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 32 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson fóru yfir og kynntu breytingar á laugarkari frá fyrri teikningum. Breytingar eru gerðar varðandi aðgengi fatlaðs fólks og dýpi í lendingarlaug rennibrauta. Ný útfærsla á köldum potti.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir fyrirliggjandi breytingar. Bókun fundar Fundargerð 32. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
14.Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 3
Málsnúmer 2203010FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 3 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri kynntu drög að aðaluppdráttarteikningum af íþróttahúsi á Hofsósi.
Samþykkt að halda áfram með hönnunarvinnu við íþróttahúsið með tilliti til tengingar við skólabygginguna og þarfagreiningu vegna skipulags skólans. Bókun fundar Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
15.Breytingar á reglum um Hvatapeninga - lækkun aldurviðmiða í líkamsrækt
Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer
"Erindinu vísað frá 300. fundi félags- og tómstundanefndar þann 10. mars 2022.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: "Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum. Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. "
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og óskar bókað:
Það var mikið framfaraskref þegar félags- og tómstundanefnd hækkaði hvatarpeninga. En mikilvægt er að gæta jafnræðis og þar sem boðið er einnig upp á glæsilegt íþrótta- og tómstunda starf fyrir börn yngri en (5/6) ára vonast VG og óháðir að reglur um hvatarpeninga verði endurskoðaðar með tilliti til þessa og öll börn og ungmenni í Skagafirði njóti sömu hvatningu til íþrótta og tómstunda iðkunar í fjölskylduvænu samfélagi.
Fyrir hönd VG og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir
Guðný Hólmfríður Axelsdóttir tók til máls og óskar bókað fyrir hönd meirihluta:
Fulltrúar í meirihluta sveitarstjórnar leggja til að sveitarstjórn vísi til nýrrar sveitarstjórnar frekari endurskoðun á reglum um hvatapeninga og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
16.Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022
Málsnúmer 2203129Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsin Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022 verði þeir sömu og í sameiningarkosningum þann 19. febrúar s.l., þ.e. Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Félagsheimilið Ketilás.
17.Steinsstaðir - Fyrirspurn um lóð
Málsnúmer 2203136Vakta málsnúmer
"Páll Árni Guðmundsson spyrst fyrir um hvort til séu íbúðarlóðir lausar til úthlutunar á Steinsstöðum.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi eru íbúðalóðir ætlaðar við Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag varðandi þetta svæði og lóðir því ekki lausar til úthlutunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt svæði verði deiliskipulagt.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
18.Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Norðurbær
Málsnúmer 2203236Vakta málsnúmer
"Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 18.11.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna á umræddu svæði."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verið skipulagsvinna á umræddu svæði, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
19.Lyngbrekka (L232788) - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2203195Vakta málsnúmer
"Björn Ólafsson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lyngbrekku í Skagafirði (landnr. 232788), óska hér með eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7591-07, dags. 26. jan. 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar dagss. 23.03.2022.
Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en fyrirhugað íbúðarhús verður í 51 m fjarlægð frá Efribyggðarvegi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
20.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil
Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki við Sauðárgil í samræmi við endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag
Málsnúmer 2111012Vakta málsnúmer
"Kollgáta arkitektastofa leggur fram fyrir hönd Fljótabakka ehf. skipulagslýsingu og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraun í Fljótum.
Meginmarkmiðið með deiliskipulagi þessu er að skipuleggja nýjar lóðir á landareigninni til að styðja við atvinnurekstur í ferðaþjónustu. Skipulagið miðar að því að skapa nýjar lóðir og byggingarreiti undir nýbyggingar auk þess sem núverandi hús á eigninni fá einnig skýrari stöðu, hvert með sinni lóð og byggingarreit skv. skipulagsreglugerð. Um er að ræða tvo megin kjarna uppbyggingar og endurbyggingar innan landareignarinnar sem eru merktir Kjarni A og Kjarni B á uppdrætti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."
22.Yfirkjörstjórn - sameinaðra sveitarfélaga Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 2203289Vakta málsnúmer
Skal nefndin skipuð þremur fulltrúum og jafn mörgum til vara.
Samkomulag er um að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skipi 2 fulltrúa og jafn marga til vara, og sveitarstjórn Akrahrepps skipi 1 fulltrúa og jafn marga til vara.
Fram kom tillaga um skipun í yfirkjörstjórn
Fulltrúar í yfirkjörstjórn verði:
Hjalti Árnason og Ásgrímur Sigurbjörnsson
Varamenn í yfirkjörstjórn verði:
Aldís Hilmarsdóttir og Halla Þóra Másdóttir
Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með níu atkvæðum.
23.Ársreikningur NNV 2020
Málsnúmer 2202092Vakta málsnúmer
24.Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 2203291Vakta málsnúmer
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.702 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.697 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 6.580 millj. króna, þar af A-hluti 5.777 millj. króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 122 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 81 millj. króna. Afskriftir eru samtals 249 millj. króna, þar af 152 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 351 millj. króna, þ.a. eru 279 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 356 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 417 millj. króna.
Taka ber fram í þessu sambandi að stóra breytingin í rekstri og ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2021 eru breyttar forsendur við útreikning á lífeyrisskuldbindingu sem kynntar voru á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 22. desember sl., að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þessar breytingar hafa miklar hækkanir í för með sér fyrir flest sveitarfélög landsins og er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning þar á en hækkun lífeyrisskuldbindinga fyrir samstæðuna nemur 456 m.kr. og 419 m.kr. hjá A-hluta. Forsendur þessara breytinga ráðuneytisins eru hækkun launavísitölu sem Hagstofan reiknar, breyttar forsendur um lífaldur og hækkandi hlutur launagreiðanda í lífeyrisgreiðslum. Ef þessar breyttu reglur hefðu ekki komið til í lok síðasta árs og lífeyrisskuldbindingar hefðu verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 hefði rekstarniðurstaðan verið jákvæð um 10 m.kr. hjá A- og B-hluta en neikvæð um 76 m.kr. hjá A-hlutanum. Annar mikilvægur málaflokkur sem sveitarfélögin sinna eru málefni fatlaðs fólks sem þau tóku við þjónustu af frá ríkinu árið 2011. Ríkið veitti þá ákveðna tekjustofna, auk þess sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ætluð til að standa straum af rekstri þjónustunnar. Raunstaðan er sú að þetta er fjarri lagi. Sveitarfélagið Skagafjörður varð þannig að taka á sig 151 m.kr. af rekstrarkostnaði umfram tekjustofna og framlög á síðasta ári sem hefur einnig mikil áhrif á ársreikning ársins 2021.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.683 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 9.336 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2021 samtals 8.584 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.704 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 5.416 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 540 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.099 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,5%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.611 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 458 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 255 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 538 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2021, 786 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 834 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 919 millj. króna. Handbært fé nam 365 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 1.318 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2021, 128,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 96,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufés frá rekstri.
Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.
25.Trúnaðarmál
Málsnúmer 2204025Vakta málsnúmer
Hjalti var bókavörður á Héraðsbókasafni Skagfirðinga 1976-1990 en tók þá við starfi héraðsskjalavarðar Héraðsskjalasafns Skagfirðinga til ársins 2000. Hjalti var ráðinn ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar árið 1995. Hjalti var sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir framlag til héraðssögu, fræða og menningar. Var það verðskulduð viðurkenning því fáir hafa lagt jafn mikið fram til byggðasöguritunar og -rannsókna en Hjalti Pálsson. Til vitnis um það er ritröðin Byggðasaga Skagafjarðar sem er órækur vitnisburður um viðamesta og metnaðarfyllsta verkefni í byggðasöguritun sem farið hefur fram á Íslandi. Við ritun byggðasögunnar hefur ritstjóri heimsótt hverja einustu jörð í Skagafirði og aflað viðamikilla og ómetanlegra gagna og upplýsinga. Þess má geta að Byggðasaga Skagafjarðar var tilnefnd til verðlauna Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem besta fræðiritið árið 2007. Í umsögn dómnefndar kom fram að í Byggðasögu Skagafjarðar fléttist saman í nútíð og fortíð land og saga, alþýðufróðleikur og vönduð sagnfræði í yfirgripsmikilli byggðasögu. Hjalti hefur einnig um áratuga skeið verið formaður Sögufélags Skagfirðinga en á vegum þessa elsta héraðssögufélags landsins hafa komið út á annað hundrað rit um sögu Skagafjarðar, m.a. Skagfirskar æviskrár, Saga Sauðárkróks, Skagfirðingabók og fleiri rit, auk byggðasögunnar. Hjalti hefur þar sem annars staðar lagt fram gríðarlegt vinnuframlag við ritun, ritstjórn og annað sem tilheyrir útgáfu ritanna og starfsemi Sögufélags Skagfirðinga. Þá hefur Hjalti fært Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að gjöf og til varðveislu ýmis gögn og ljósmyndir úr sínum fórum.
Með því að sæma Hjalta Pálssyni heiðursborgaratitli vill Sveitarfélagið Skagafjörður þakka Hjalta fyrir hans framlag til héraðssögu, fræða og menningar um áratuga skeið og fyrir að gera Skagfirskt samfélag enn betra.
Álfhildur Leifsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson, með leyfi varaforseta, og Guðný Hólmfríður Axelsdóttir tóku til máls.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
26.Fundagerðir NNV 2022
Málsnúmer 2202093Vakta málsnúmer
27.Fundagerðir Heilbrigðiseftir Nl.v 2021
Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer
28.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nlv. 2022
Málsnúmer 2201006Vakta málsnúmer
29.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:06.
1010. fund byggðarráðs frá 4. apríl 2022 og sem sérmál "Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður"
301. fund félags- og tómstundanefndar frá 4. apríl 2022 og Trúnaðarmál.
Samþykkt samhljóða.