Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 3
Málsnúmer 2203010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022
Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi frá 9. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi - 3 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri kynntu drög að aðaluppdráttarteikningum af íþróttahúsi á Hofsósi.
Samþykkt að halda áfram með hönnunarvinnu við íþróttahúsið með tilliti til tengingar við skólabygginguna og þarfagreiningu vegna skipulags skólans. Bókun fundar Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.