Skipulags- og byggingarnefnd - 428
Málsnúmer 2203011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022
Fundargerð 428. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 9. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 428 Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Þrjár jákvæðar umsagnir bárust og engar athugasemdir.
Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnun.
Bókun fundar Afgreiðsla 428. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 422. fundi sveitarstjórnar 9. mars 2022 með níu atkvæðum.