Byggðarráð Skagafjarðar - 1007
Málsnúmer 2203014F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022
Fundargerð 1007. fundar byggðarráðs frá 16. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókaði svo á 422. fundi sínum þann 9. mars 2022: "Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar. Sveitarfélagið Skagafjörður lýsir yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum. Sveitarfélagið Skagafjörður samþykkir jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum."
Undir þessum dagskrárlið sat Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar í gegnum fjarfundabúnað.
Farið var yfir framvindu málsins og þá vinnu sem er í gangi á vegum stjórnvalda í samvinnu við sveitarfélögin. Byggðarráð þakkar þeim aðilum sem þegar hafa boðið fram húsnæði í Skagafirði til að mæta vanda úkraínskra flóttamanna. Hægt er að skrá íbúðir í því skyni á heimasíðu Fjölmenningarseturs.
Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram.
Málið rætt og því framhaldið á næsta fundi byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagt fram bréf frá FISK Seafood ehf., dagsett 14. febrúar 2022 varðandi uppgjör skulda Versins vísindagarða ehf. og afskráningu félagsins. Sveitarfélagið á 66,66% hlut í félaginu á móti FISK Seafood ehf.
Byggðarráð samþykkir að leggja til 50% af skuld Versins að upphæð kr. 7.359.689 og í framhaldi verður hlutafé Versins afskrifað og félagið afskráð. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lögð fram umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts, dagsett 8. mars 2022, frá Sauðárkrókskirkju vegna Safnaðarheimilisins, Aðalgötu 1, F2131092. Sótt er um skv. reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir að fella niður álagðan fasteignaskatt 2022 af fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Erindinu vísað frá 300. fundi félags- og tómstundanefndar þann 10. mars 2022.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að breyta reglum um Hvatapeninga á þann hátt að aldursviðmið vegna kaupa á kortum í líkamsræktarstöð verði lækkuð þannig að ungmenni á 16.- 18. aldursári geti keypt kort í stað ungmenna á 17. og 18 aldursári. Nefndin felur sviðsstjóra að breyta síðustu málsgrein reglnanna þannig að hún verði svohljóðandi: "Undantekning frá þessu eru ungmenni á 16. - 18. aldursári en þau geta nýtt Hvatapeninga til kaupa á æfingakortum."
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 15, Breytingar á reglum um Hvatapeninga - lækkun aldurviðmiða í líkamsrækt. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2203139, dagsettur 14. mars 2022 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn B Reykjavík ehf, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna útitónleika á skíðasvæðinu í Tindastóli sem fyrirhugað er að halda þann 19.03. 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. mars 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. mars nk. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1007 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. mars 2022 frá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 1007. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.