Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 429

Málsnúmer 2203020F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Fundargerð 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 17 mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 422. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • .1 2105295 Sveinstún
    Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. kom á fundinn og fór yfir núverandi stöðu í vinnu við deiliskipulag við Sveinstún á Sauðárkróki.
    Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og ráðgjafa frá Stoð að vinna tillöguna áfram í samræmi við umræðu fundarins.


    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag fyrir Nestún norðurhluta og óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns. Ein jákvæð umsögn barst , Skipulagsstofun hyggst ekki gefa umsögn, og engar athugasemdir.
    Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma er ekki skylt sbr. 41. gr. skipulagslaga að taka tillöguna aftur til umfjöllunar í sveitarstjórn.
    Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna.


    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Kollgáta ehf. arkitektastofa, Valþór Brynjarsson sækir um fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er þinglýstur eigandi óskiptra og sameiginlegra jarða, Hraun I L146818, Hraun II L146824 og lóðarinnar Hraun lóð L223861 um leyfi til að stofna:
    949,1 m² lóðir úr sameiginlegu en óskiptu landi Hrauna I L146818 og landi Hrauna II L146824, til jafns frá hvorri jörð.
    Þá er sótt um að sameina lóðirnar lóðinni Hraun lóð L223861. Á þeirri lóð stendur MHL 01, 250,3 m² geymsla byggð árið 1874.
    Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Kollgátu ehf. arkitektastofu af Valþóri Brynjarssyni. Uppdráttur í verki nr.12-19-21, dagssettur 22.02.2022.
    Lögbýlarétturinn fylgir áfram jörðunum Hraun I L146818, Hraun II L146824.
    Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Fyrir hönd Hvalnesbúsins ehf sækir Bjarni Egilsson eftir að staðfangið Hvalnes II verði skráð á nýtt 140 fm. íbúðarhús sem byggt hefur verið jörðinni Hvalnes L145892.

    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Finnur Sigurðsson eigandi lóðarinnar Laugarhvammur lóð 12a (212950), Sveitarfélaginu Skagafirði óskar eftir breyttri skráningu lóðarinnar. Lóðin er í dag skráð sumarbústaðaland, óskað er eftir því að hún verði skráð íbúðarhúsalóð.
    Lóðarblað nr.S-22 í verki nr.72046 gert á Stoð ehf. verkfræðistofu dagsett 28.maí 2007 gerir grein fyrir afmörkun lóðar og byggingarreit.

    Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins .
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Iðutún 17 umsagnarbeiðni. Hjá byggingarfulltrúaembætti Skagafjarðar liggur fyrir erindi frá Ásbirni Óttarssyni, umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 17 við Iðutún.
    Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 7900180, númer A-100 til og með A-105, dagsettir 01.12.2021.
    Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa með vísan til 10.gr laga nr. 160/2010 um mannvirki varðandi framlagða uppdrætti.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi enda fellur ætluð framkvæmd innan byggingarreits.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 429 Páll Árni Guðmundsson spyrst fyrir um hvort til séu íbúðarlóðir lausar til úthlutunar á Steinsstöðum.
    Samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi eru íbúðalóðir ætlaðar við Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag varðandi þetta svæði og lóðir því ekki lausar til úthlutunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt svæði verði deiliskipulagt.

    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 17, Steinsstaðir - Fyrirspurn um lóð. Samþykkt samhljóða.