Byggðarráð Skagafjarðar - 1008
Málsnúmer 2203021F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022
Fundargerð 1008. fundar byggðarráðs frá 22. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar. Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. mars 2022 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi tvær þingsályktunartillögur sem samþykktar voru samhljóða á 102. ársþingi UMSS þann 12. mars 2022.
Í fyrri tillögunni komu fram þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir veittan stuðning á liðnum árum. Síðari tillagan hljóðar svo: "102. ársþing UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum UMSS á næsta fund byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram söluyfirlit fasteignasala vegna Túngötu 10 á Hofsósi. Sala fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun ársins 2022.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin verði auglýst til sölu hjá Fasteignasölu Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram erindi dagsett 11. janúar 2022 frá leigjanda íbúðarinnar Laugatún 7 n.h., þar sem hann upplýsir um áhuga sinn á því að kaupa íbúðina og nýta sér forgang sinn samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Verðmat fasteignasala liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að bjóða viðkomandi að nýta forkaupsrétt sinn og kaupa fasteignina á verðmati fasteignasala.
Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram verðmat fasteignasala á fasteigninni Lambanes Reykir C. Heimild fyrir sölu fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun 2022.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á að nýta sér forkaupsrétt sinn. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lögð fram svohljóðandi bókun 300. fundar félags- og tómstundanefndar: "Minnisblað um möguleika sveitarfélagsins á að bjóða eldri borgurum Skagafjarðar að kaupa hádegisverð lagt fram. Í minnisblaðinu koma fram upplýsingar um fjölda einstaklinga eldri en 67 ára í dreifbýli Skagafjarðar ásamt upplýsingum um fjölda sem þiggja félagslega heimaþjónustu sem og notendur Dagdvalar á Sauðárkróki. Hugmyndir hafa verið uppi um að hægt sé að bjóða eldri borgurum að kaupa hádegisverði í skólum í dreifbýli. Ljóst er að erfitt er að koma þessari þjónustu við í núverandi húsnæði skólanna. Áform eru uppi um breytingar á skólahúsnæðinu í Varmahlíð og á Hofsósi. Málið áfram til skoðunar. Félags- og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar að þessi þjónusta verði höfð í huga við hönnun og framkvæmd áformaðra breytinga/viðbygginga." Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Vil ég fyrir hönd VG og óháðra og ég held ég geti sagt fyrir hönd félags og tómstundanefndarinnar allrar, þakka starfsmönnum félags - og tómstundanefndar fyrir greinargóða upplýsingaöflun fyrir þetta þarfa og brýna málefni sem þarfnast verulegra úrbóta. Nefndin vill sjá að allir eldri borgarar Skagafjarðar njóti þessarar þjónustu til farsældar. Að því sögðu þá er þetta samt flókin þjónusta þar sem héraðið er dreifbýlt. En það eru alltaf til lausnir við flóknum verkefnum og það þarf ekki að kyngja fílnum í einum munnbita. Því óska VG og óháðir eftir því að þessi mikilvæga þjónustan bíði ekki eftir því að steypan þorni að nýjum skólahúsnæðum, heldur farið verði í markvissa vinnu að koma henni á laggirnar í þeirri mynd sem hentar á hverju svæði.
Leggjum við til að byrjað verði með þjónustuna á Hofsósi, að þar verði könnuð eftirspurn eftir þessari þjónustu meðal þeirra rúmlega 40 eldriborgara sem þar eru og unnið að því að koma á móts við þá sem þjónustuna þyggja með sem bestum hætti.
Fyrir hönd VG og óháðra, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Álfhildur Leifsdóttir
Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022 verði þeir sömu og í sameiningarkosningum þann 19. febrúar s.l., þ.e. Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg, Félagsheimilið Ketilás. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 16, Kjörstaðir við sveitarstjórnarkosningar 2022. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. þann 1. apríl 2022 í Reykjavík. Athygli er vakin á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðlar skv. hlutafélagalögum (nr. 2/1995). Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 10. mars 2022. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lögð fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1008 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 18. mars 2022 frá innviðaráðuneyti til kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 1008. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.