Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 190

Málsnúmer 2203027F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022

Fundargerð 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 190 Erindi hefur borist frá Valtý Sigurðssyni starfsmanni NNV (Náttúrustofa norðurlands vestra) þar sem hann ásamt fleirum bendir á að fuglalífi hafi hrakað mjög á undanförnum árum á svæðinu sunnan við reiðhöllina á Sauðárkróki, við Áshildarholtsvatn og á Borgarskógum. Hvetur Valtýr sveitarfélagið til að hjálpa þarna til, með því að eyða samviskulega mink og ref. Valtýr ásamt fleirum ætla að fylgjast með þarna næstu ár og vera í sambandi með hvað getur valdið þessari leiðu þróun, að þarna hraki fuglalífi.


    Umhverfis og samgöngunefnd þakkar góðar ábendingar frá Valtý. Lagt er til að aukin áherlsa verði lögð á meindýraeyðingu á svæðinu á næstu árum og að fylgst verði með þróun fuglalífs á næstu árum. Umhverfis og samgöngunefnd óskar eftir góðu samstarfi við NNV um verndun fuglalífs. Eyðing meindýra er í höndun landbúnarðarnefndar
    Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 190 Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.

    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar.



    Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 190 Samningur við verktaka um snjómokstur á Sauðárkróki rennnur út núna í vor. Ákvæði eru í samningi um að hægt sé að framlengja um eitt ár ef aðilar eru sammála um þá tilhögun. Borist hefur erindi frá verktakanum, Vinnuvélum Símonar, þar sem óskað er eftir að samningurinn verði framlengdur.

    Nefndin frestar að taka afstöðu til málsins og felur sviðsstjóra að fara frekar yfir það og leggja fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.