Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerð byggðarráðsfundar nr 1013, sem haldinn var fyrr í dag.
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 1011
Málsnúmer 2204009FVakta málsnúmer
Fundargerð 1011. fundar byggðarráðs frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Lagður fram tölvupóstur frá Öryrkjabandalagi Íslands, dagsettur 8. apríl 2022, þar sem bandalagið vekur athygli á opnum fundi með forystu ÖBÍ og Þroskahjálpar og frambjóðendum til sveitarstjórnar í Skagafirði. Fundurinn verður haldinn á KK restaurant miðvikudaginn 4. maí n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 1011. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. vegna aðalfundar þann 20. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess. Bókun fundar Afgreiðsla 1011. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-010445, dagsett 4. apríl 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, kt. 690390-1169, um tækifærisleyfi vegna Páskaskemmtunar Tindastóls í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 16. apríl 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1011. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Lagt fram bréf frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, mál 2022-010778, dagsett 6. apríl 2022. Óskað er eftir umsögn um umsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar um tækifærisleyfi vegna Vorfagnaðar í Árgarði þann 30. apríl 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1011. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Einnig lagðar fram bókanir félags- og tómstundanefndar frá 300. fundi þann 10. mars 2022 og 178. fundi fræðslunefndar þann 30. mars 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Samþykkt samhljóða. - 1.6 2204037 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum vegna tilfærslu Þjóðskrár Ísl til HMS (Fasteignaskrá)Byggðarráð Skagafjarðar - 1011 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2022 frá innviðaráðuneyti. Innviðaráðuneytið birtir í samráðsgátt, til umsagnar, drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Umsagnarfrestur er 01.04.2022-11.04.2022. Umsagnir verða birtar jafnóðum og þær berast.
Byggðarráð fagnar þeim breytingum sem frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 1011. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 1012
Málsnúmer 2204014FVakta málsnúmer
Fundargerð 1012. fundar byggðarráðs frá 27. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur hjá KPMG tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktinni með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Byggðaráð hefur lýst vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd og hafa lýst vilja sínum til áframhaldandi samstarfs. Húnaþing vestra telur ekki forsendur til að taka afstöðu til málsins fyrr en vinnu þess hvað varðar skipulag málaflokks m.t.t. Húnaþings vestra liggur fyrir. Núverandi samstarfssamningur rann út 28. febrúar sl. eins og legið hefur fyrir frá undirritun hans 22. mars 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda drög að endurnýjuðum samningi á önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, með lengri gildistíma en í fyrri samningi, eins og ákall er uppi um. Jafnframt að senda Húnaþingi vestra boð þess efnis að kjósi sveitarfélagið að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra, eftir að vinnu Húnaþings vestra hvað varðar skipulag málaflokksins er lokið. Yrði það gert með sérstökum viðauka við samning hinna sveitarfélaganna á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Umræður fóru fram um þörf á byggingu á nýjum leikskóla á Sauðárkróki, staðarval, fólksfjölgun o.s.frv.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir að íbúðarhús að Sólgörðum í Fljótum, F2143858, verði selt. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins fær leigjandi fasteignarinnar að gera kauptilboð í eignina áður en hún verður sett í almenna sölu.
Byggðarráð samþykkir að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á því að nýta forkaupsrétt sinn. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf. þann 27. apríl 2022.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að gefa sveitarstjóra og staðgengli hans fullnaðarheimild til þess að afgreiða umsóknir um tækifærisleyfi fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Lóðamál - Úthlutunarreglur - Reglur um úthlutun lóða. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2022 frá forsætisráðuneytinu. Tilkynnt er um að umsagnarfrestur í Samráðsgátt, mál nr. 74/2022, "Grænbók um mannréttindi", hafi verið framlengdur til 1. maí 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1012 Lagður fram tölvupóstur úr Samráðsgátt, dagsettur 12. apríl 2022, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 79/2022, "Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?". Umsagnarfrestur er til og með 06.05.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1012. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 1013
Málsnúmer 2205001FVakta málsnúmer
Fundargerð 1013. fundar byggðarráðs frá 4. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lögð fram svo hljóðandi bókun 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 13. apríl 2022:
"Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar."
Byggðarráð fagnar og samþykkir framkomna tillögu og vísar henni til umræðu í skipulags- og byggingarnefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lögð fram skýrsla KPMG frá 28. apríl 2022 varðandi stjórsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Sveitarfélagið auglýsti beitarland til leigu í landi Ártúna sunnan Hofsóss. Á dagskrá er að úthluta gamla túninu vestan Siglufjarðarvegar og sunnan Hofsóssbrautar, 2,4ha. Ein umsókn barst um spilduna frá Rúnari Þór Númasyni.
Byggðarráð samþykkir að landið verði eingöngu leigt til slægna, en ekki beitar eins og auglýst var.
Byggðarráð samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að bjóða umsækjanda landið til leigu með þessum breyttu forsendum. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagt fram bréf dagsett 20. apríl 2022 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi umsögn um umsókn Skala 20 ehf., kt. 491020-0590 um rekstrarleyfi, Veitingaleyfi - A Veitingahús, að Aðalgötu 20b, F2131143, Sauðárkróki. Málsnúmer embættisins er 2022-012560.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. - 3.5 2204200 Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun)Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. apríl 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí 2022.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og styður framgang þess. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 1013 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2022 frá Almannavörnum varðandi Þemaviku Almannavarna tímabilið 28. apríl til 5. maí 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 1013. fundar byggðarráðs staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 98
Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer
Fundargerð 98. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 98 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2022 verða í sjöunda sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Helgu Bjarnadóttur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022. Helga hefur á langri ævi komið að fjölmörgum verkum sem hafa markað samfélag Skagafjarðar með jákvæðum hætti. Í nærri aldarfjórðung hefur hún, hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann, staðið fyrir samkomum fyrir eldri borgara á Löngumýri, lengst af með nágrannakonu sinni Indu í Lauftúni. Helga hefur verið driffjöðrin í gönguhópi í Varmahlíð um langa hríð, staðið fyrir bókaútgáfu, verið meginstoð í Kvenfélagasambandi Skagafjarðar og svo mætti telja. Hún hefur um árabil séð um blómagarðinn á Löngumýri og fer gjarnan samhliða í garðverk til nágranna sinna sem eiga erfitt með slíkt. Heimsóknir til dægrastyttingar einbúum eru reglubundinn þáttur og ávallt er hún boðin og búin að rétta hjálparhönd stórum sem smáum. Hún á að baki farsælan feril sem barnakennari og skólastjóri og hafði einstaklega góð og mótandi áhrif á nemendur sína. Helga Bjarnadóttir er sannarlega verðugur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 98 Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um breytingar á reglum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 líkt og undanfarin ár. Markmið með breytingunum var að fiskiskipum sé heimilt að landa afla sínum hvar sem er innan sveitarfélagsins. Fengust breytingar á reglugerðinni og er ákvæði 1. málsl. 1.mgr. 6.gr. reglugerðarinnar nú: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan sveitarfélagsins". Komið hefur í ljós að úthlutun byggðakvóta er ekki í samræmi við ætlun sveitarfélagsins um að heimilt sé að landa afla hvar sem er innan sveitarfélagsins. Ljóst er að einnig þarf að breyta orðalagi í 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta þar sem orðið byggðarlag verður sveitarfélag fyrir næstu úthlutun. Gagnrýna má stuttan kærufrest og litlar leiðbeiningar frá Fiskistofu og ráðuneyti til umsækjenda um kvóta. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 98 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni, en samtökin stefna á að halda Bæjarhátíðina Hofsós Heim í sumar líkt og hefð er orðin fyrir.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 300.000 krónur.
Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
5.Landbúnaðarnefnd - 227
Málsnúmer 2204003FVakta málsnúmer
Fundargerð 227. fundar landbúnaðarnefndar frá 7. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 227 Málið áður á dagskrá 226. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. mars 2022. Á fund nefndarinnar voru boðaðir fjallskilastjórar eftirtalinna fjallskiladeilda: Hegranes, Skarðsdeild, Sauðárkrókur, Staðardeild og Seyludeild úthluti. Fundinn sátu Úlfar Sveinsson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, Jóhann M. Jóhannsson og Jónína Stefánsdóttir. Góðar og málefnalegar umræður fóru fram og samþykkt að Kári Gunnarssonn umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hói saman fjallskila- og gangnastjórum á svæðinu síðsumars til að skipuleggja komandi göngur í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 227 Landbúnaðarnefnd fagnar þeim áformum HS Orku, Fóðurblöndunnar og Kaupfélags Skagfirðinga að kanna hagkvæmni þess að reisa innlenda áburðarverksmiðju. Slík verksmiðja gæti aukið sjálfbærni innlendar matvælaframleiðslu og samtímis skapað öruggari skilyrði til föðuröflunar í landbúnaði. Óheyrilegar hækkanir á innfluttum áburði gera enn augljósari nauðsyn þess að framleiða sem mest af innlendum áburði, lífrænum sem ólífrænum. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 227 Landbúnaðarnefnd samþykkir að skipa starfshóp um viðhald skilarétta í sveitarfélaginu. Í starfshópnum verði formaður landbúnaðarnefndar, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs. Starfshópnum falið að gera framkvæmdaáætlun og forgangsröðun stærri viðhaldsverkefna fyrir næstu fimm ár. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 227 Landbúnaðarnefnd staðfestir framlagðar áætlanir um veiði á mink og ref á árinu 2022. Einnig samþykkt að kalla ráðna veiðimenn til fundar þann 25. apríl n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 227 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
6.Landbúnaðarnefnd - 228
Málsnúmer 2204007FVakta málsnúmer
Fundargerð 228. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 228 Með tilvísun í bókun landbúnaðarnefndar á 226. fundi nefndarinnar þann 17. mars 2022, þá samþykkir landbúnaðarnefnd framlagaða tillögu um að greiða upp í útlagðan kostnað með inneignarkortum vegna eldsneytis. Fjármagnið vegna þessa verði tekið af framlögum til fjallskiladeilda árið 2022.
Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 228 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 68/2022, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum“. Umsagnarfrestur er til 25. apríl 2022.
Landbúnaðarnefnd er sammála um að fjárhæðír í reglugerðardrögunum séu verulega vanreiknaðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 228 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 228 Lögð fram drög að áætlun um minka- og refaveiði ársins 2022. Fjárhæðir verðlauna vegna veiða var samþykkt á 226. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. mars s.l. Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiðanna árið 2022. Mættir voru: Birgir Hauksson, Steinþór Tryggvason, Kristján B. Jónsson, Garðar Páll Jónsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Ingi Sigurðsson, Friðrik Andri Atlason, Herbert Hjálmarsson, Jón Númason, Hafþór Gylfason og Egill Yngvi Ragnarsson.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða veiðiáætlun og úthlutun eftir veiðisvæðum. Nefndin samþykkir breytingu á áðursamþykktri gjaldskrá, þannig að greiðsla fyrir unna hvolpafulla refalæðu verði tvöföld (grendýr) gegn því að stafræn mynd með staðsetningu fylgi reikningi. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 228 Farið yfir uppfærða áætlun á viðgerðarkostnaði við Árhólarétt. Steypuskemmdir eru víðtækari en álitið var í fyrstu og þörf á meiri uppbyggingu stólpa og veggja. Kostnaðarauki er tölverður.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að setja viðgerðir á Árhólarétt í forgang vegna fjármagns frá eignasjóði til viðhalds skilarétta á árinu 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 228. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
7.Skipulags- og byggingarnefnd - 431
Málsnúmer 2204011FVakta málsnúmer
Fundargerð 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Gunnar Gunnarsson, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ríkiseigna, óskar eftir heimild til að loka fyrir og banna allan akstur vélknúinna ökutækja um slóða sem liggur um lóðina Skagfirðingabraut 24 vestan heimavistar. Það gert vegna þeirrar hættu sem skapast þar sem útgangur úr íbúð er beint út á slóðann.
Er þetta einnig vegna fyrirhugaðs frágangs á lóð vestan við húsnæðið. Fram kemur í erindi að ítrekað hafa brotnað rúður á neðri hæð heimavistarinnar vegna þessa aksturs og starfsmönnum sveitarfélagsins ítrekað á það bent.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar umbeðna lokun, en fer jafnframt fram á að lokunin verði í samráði við sveitarfélagið vegna aðkomu að Sauðárgili og Litla-skógi.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Sigurður Baldursson og Hrafnhildur Baldursdóttir eigendur Birkimels 22 sækja um stækkun lóðar til norðurs að ætlaðri gangstétt eða götu. Fylgiskjal móttekið 22.03.2022 gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur jákvæð umsögn Veitu- og framkvæmdasvið dagsett 5.4.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Málið áður á dagskrá 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu."
Með hliðsjónar af skilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindinu.
Jafnframt bendir skipulagsfulltrúi á að hafin er deiliskipulagsvinna fyrir stækkun íbúðabyggðar við Lækjarbrekku og Lækjarbakka á Steinsstöðum í samræmi við aðalskipulag.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Svavar Haraldur Stefánsson og Ragnheiður G. Kolbeins, f.h. Brautarholtsbænda ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Brautarholts (landnr. 146017) á Langholti í Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-50, dags. 29. mars 2022. Lóðin er ætluð fyrir íbúðarhús og á uppdrætti fengið heitið Brautarholt 1.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri lóð.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Brautarholts munu áfram fylgja landnúmerinu 146017.
Samhliða stofnun lóðarinnar er óskað eftir því að fá heimild til að leggja veg að lóðinni, eins og uppdrátturinn sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti og nafngift en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um veglagningu að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins og víkur af fundi. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir eigandi Messuholts land L188613 sækir um breytt heiti eignarinnar. Sótt er um að lóðin Messuholts land L188613, F2244839 fái heitið Skógarholt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Christine Busch , þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 (landnr. 146478) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S07 í verki nr. 7591-2001, dags. 4. feb. 2022
Á uppdrættinum hefur spildan fengið heitið Neðri-Ás 2, land 6, sem er í samræmi við nöfn annarra spildna sem áður hafa verið teknar út úr jörðinni og í rökréttu framhaldi af síðustu landskiptum sem gerð voru 2015.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki, enda fyrirhugað að nýta landið áfram til landbúnaðar. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu, en byggingarreitur sem stofnaður hefur verið fyrir hesthús og reiðhöll er á spildunni.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Neðri-Áss 2 munu áfram fylgja landnúmerinu 146478.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Fyrir liggur umsókn frá Árna Max Haraldssyni og Ingu Jónu Sveinsdóttur um lóðina númer 4 við Nestún á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Kollgáta arkitektastofa óskar fyrir hönd eigenda Depla, Fljótabakki ehf. um leyfi til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir Depla sem m.a. varða breytingar á byggingarreitum, leiðréttingu landamerkja og lóðarmarka til samræmis við frumheimild o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Deplar - Deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.um. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Sigrún Alda Sighvats, þinglýstur eigandi sumarbústaðalandsins, Grjótstekks, landnúmer 178674 óska eftir leiðréttingu á hnitsettri ytri afmörkun landsins. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S-01 í verki 71110101, dags. 12. janúar 2022, gerir grein fyrir umræddri leiðréttingu. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti er unnin úr nýjum mælingum á landamerkjum eins og þeim er lýst í þinglýstum skjölum nr. 809/96, dags. 3. ágúst 1996 og nr. 504/01, dags. 25. maí 2001. Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti leiðréttir ósamræmi í grunnmyndum dags. júlí, 1996 og maí 2001 sem vísað er í, í þinglýstum skjölum. Óskað er eftir því að afmörkun skv. eldri grunnmyndum falli út og afmörkun á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti taki gildi og verði færð inn í landeignaskrá.
Leiðrétt afmörkun landsins markast af girðingum og miðlínu Skagafjarðarvegar (752) sem mæld var 10. janúar 2022. Við leiðréttingu þessa breytist stærð landsins úr 44.254 m² í 51.720 m².
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landeigna um ágreiningslaus merki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Lagðar fram uppfærðar úthlutunarreglur um úthlutun lóða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja úthlutunarreglurnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Lögð fram drög að umsögn um Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Mál áður á dagskrá 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.?
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Mál áður á dagskrá 413. fundi skipulags- og byggingarnefndar :
“Lóðarúthlutun skipulags- og byggingarnefndar - Kleifatún 9-11, 2106266
Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 2. september 2021 liggur fyrir að ekki er til gilt deiliskipulag af svæðinu. Með vísan til þess er sveitarstjóra falið að leita samkomulags við lóðarhafa um afturköllun úthlutunar lóðarinnar gegn úthlutun annarrar lóðar í stað hennar. Jafnframt er lagt til að fljótlega verði farið í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Þar verði m.a., í samráði við íbúa, skoðuð nýting núverandi opinna svæða og hvort rétt sé að halda þeim óbreyttum eða nýta þau á annan hátt. Sveitarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa framangreint sem og þeim sem athugasemdirnar gerðu. Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður nefndarinnar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar."
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök sem áttu sér stað við fyrri úthlutun lóðarinnar við Kleifartún 9-11 og samþykkir að hluteigandi fái úthlutað þess í stað parhúsalóð við Nestún samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Dregið verður um úthlutun þeirrar lóðar í vitna viðurvist.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum.
8.Skipulags- og byggingarnefnd - 432
Málsnúmer 2204019FVakta málsnúmer
Fundargerð 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Gerð er grein fyrir innsendum athugasemdum landeigenda vegna Blöndulínu 3.
Athugasemdir hafa borist frá eftirtöldum aðilum:
Mælifell, landeigandi Þjóðkirkjan- Biskupsstofa, Ásta Guðrún Beck lögfræðingur fyrir þeirra hönd.
Lækjargerði, ábúendur og landeigendur: Guðmundur Páll Ingólfsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Erna María Guðmundsdóttir og Eyjólfur Örn Guðmundsson.
Lýtingsstaðir, ábúendur og landeigendur: Sveinn Guðmundsson, Evelyn Ýr Kuhne og Júlíus Guðni Sveinsson.
Laugamelur, landeigendur: Páll Arnar Ólafsson og Linda Hlín Sigbjörnsdóttir.
Brúnastaðir 3, ábúendur og landeigendur : Friðrik S. Stefánsson og Rikke Busk.
Starrarstaðir, ábúendur og landeigendur: María Reykdal, Stefanía Eyjólfsdóttir og Gylfi Heiðar Ómarsson.
Hvammkot í Lýtingsstaðahreppi: Brynja Sif Skúladóttir og Jan Triebel.
Starrastaðir, landeigendur : Sigríður M. Ingimarsdóttir, Helgi Ingimarsson og Inga Dóra Ingimarsdóttir.
Litli-Dalur, ábúendur og landeigendur : Marinó Indriðason og Hanna Björg Hauksdóttir.
Hvíteyrar, ábúandi og landeigandi : Rósa Björnsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Blöndulína 3 - umsagnarbeiðni. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Árni I. Hafstað sækir f.h. Útvíkurfélagsins ehf., sem er þinglýstur eigandi Útvíkur L146005 um leyfi til að stofna jörð og fjórar minni spildur úr jörðinni Útvík L 146005 sem hér segir:
A) Sótt er um að stofna 91,55 ha landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 71860401 dags. 22. apríl 2022. Hlaða, 114,8 m2 að stærð, byggð árið 1963 fylgir landinu. Óskað eftir að nefna útskipta landið Kúfhóla. Því skal fylgja hlutur Útvíkur, þ.e. fjórðungur, í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkurfjalls L231371, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013, sbr. meðfylgjandi uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 24.03. 2021, sem samþykktur var á fundi nefndarinnar hinn 25.03.2021.
B) Sótt er um að stofna 1.000 m2 lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unnin er af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04.2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Gamla brugghúsið. Innan útskipta landsins stendur 175 m2 brugghús, byggt 1966, matshluti jarðarinnar merktur 08 0101, og 152,9 m2 brugghús/vörugeymsla, byggt 2016, matshluti jarðarinnar merktur 15 0101. Gert er ráð fyrir að lóðin verði notuð undir starfsemi með líkum hætti og verið hefur.
C) Sótt er um að stofna um 3 ha landskika úr landi jarðarinnar, austan lóðar íbúðarhúss, Útvík lóð, L201663 og framangreinds brugghúss, allt svo sem sýnt er á afstöðuuppdrætti sem er unninn af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04. 2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Melgryfjur. Innan útskipta landsins eru engar byggingar. Landið er ætlað sem beitiland, til sláttu og annarra nytja sem teljast til landbúnaðar (80).
D) Sótt er um stofnun tveggja landskika, Útvík lóð ? millispilda 1 og Útvík lóð ? millispilda 2, til sameiningar við Útvík lóð, L201663: Um er að ræða tvær spildur samtals um 2.455 m2 að stærð sem teknar eru úr landi Útvíkur í þessu skyni, sbr. afstöðuppdrátt sem unninn er á Loftmyndum ehf. af Kristni Halli Sveinssyni dags. 22.04.2022. Er í því skjali gerð grein fyrir landskiptunum og stærð hvorrar lóðar og svo heildarstærð. Verða þessir skikar sameinaðir framangreindri lóð. Eigandi umræddrar íbúðarhúsalóðar, Útvík lóð, L201663, Birgitte Bærendtsen hefur áritað umsóknina um samþykki sitt.
Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja í engum framangreindum tilfellum útskiptum lóðum/lendum og tilheyra því áfram jörðinni Útvík L146005. Önnur hlunnindi tengd viðkomandi lóð/lendu skulu fylgja svo sem lög frekast leyfa. Lögbýlaréttur fylgir áfram Útvík L146005.
Öll framangreind landskipti samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012.
Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggji fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Sigríður Fjóla Viktorsdóttir og Elvar E. Einarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðra-Skörðugils L146065 óska eftir heimild til að skipta 5,77 ha spildu (íbúðarhúsalóð) úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7153-6001, dags. 10. mars 2022. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð efh. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Óskað er eftir því að spildan fái heitið Syðra-Skörðugil 1.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Syðra-Skörðugili, landnúmer 146065.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Einar E. Einarson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Ásmundur J. Pálmason fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., þinglýsts lóðarhafa lóðanna Skarðseyri 1, L143320 og Skarðseyri 2, L143722 óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi vinnuskrá, dags. 25.04.2022 gerir grein fyrir afmörkun skipulagssvæðis sem er 23.163 m² að stærð og er í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar af 405. fundi þann 29.04.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að falla frá gerð lýsingar þar sem meginforsendur liggi fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og falli ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Þó verði unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Einnig óskað eftir heimild til að stofna 546 m² byggingarreit á lóð nr. 1 við Skarðseyri, L143320, eins og sýnt er í meðfylgjandi vinnuskrá í verki nr. 35120101 dags. 25.04.2022. Reitur í samræmi við fyrirhugaða tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur jafnframt fram við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skarðseyri 1 og 2 (143320) (143722) - Umsókn um deiliskipulag og byggingarreit. Samþykkt samhljóða.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 190
Málsnúmer 2203027FVakta málsnúmer
Fundargerð 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 190 Erindi hefur borist frá Valtý Sigurðssyni starfsmanni NNV (Náttúrustofa norðurlands vestra) þar sem hann ásamt fleirum bendir á að fuglalífi hafi hrakað mjög á undanförnum árum á svæðinu sunnan við reiðhöllina á Sauðárkróki, við Áshildarholtsvatn og á Borgarskógum. Hvetur Valtýr sveitarfélagið til að hjálpa þarna til, með því að eyða samviskulega mink og ref. Valtýr ásamt fleirum ætla að fylgjast með þarna næstu ár og vera í sambandi með hvað getur valdið þessari leiðu þróun, að þarna hraki fuglalífi.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar góðar ábendingar frá Valtý. Lagt er til að aukin áherlsa verði lögð á meindýraeyðingu á svæðinu á næstu árum og að fylgst verði með þróun fuglalífs á næstu árum. Umhverfis og samgöngunefnd óskar eftir góðu samstarfi við NNV um verndun fuglalífs. Eyðing meindýra er í höndun landbúnarðarnefndar
Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. - 9.2 2204079 Miðbæjarkjarni á Sauðárkróki. Tillaga umhverfis og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á SauðárkrókiUmhverfis- og samgöngunefnd - 190 Tillaga umhverfis- og samgöngunefndar varðandi miðbæjarkjarna á Sauðárkróki. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að hafin verði hugmyndavinna að skipulagi og hönnun miðbæjarsvæðis á Sauðárkróki. Í nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru þrjú miðsvæði nefnd en það hefur verið nokkuð óljóst hvar íbúar telji miðbæinn sinn vera. Nefndin telur að skilgreina þurfi svæði í skipulagi sem sérstakan miðbæjarkjarna með það að markmiði að byggja upp miðbæjarumhverfi sem er sýnilegt og hefur aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti sem heimsækja okkur og er um leið spennandi tækifæri fyrir fjárfesta. Í vinnunni verði leitað eftir hugmyndum og tillögum í samráði við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að vísa tillögunni til byggðarráðs til umfjöllunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 190 Samningur við verktaka um snjómokstur á Sauðárkróki rennnur út núna í vor. Ákvæði eru í samningi um að hægt sé að framlengja um eitt ár ef aðilar eru sammála um þá tilhögun. Borist hefur erindi frá verktakanum, Vinnuvélum Símonar, þar sem óskað er eftir að samningurinn verði framlengdur.
Nefndin frestar að taka afstöðu til málsins og felur sviðsstjóra að fara frekar yfir það og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 190. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022 með níu atkvæðum.
10.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn
Málsnúmer 2203138Vakta málsnúmer
Vísað frá 1011 fundi byggðarráðs frá 13. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram.
Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Einnig lagðar fram bókanir félags- og tómstundanefndar frá 300. fundi þann 10. mars 2022 og 178. fundi fræðslunefndar þann 30. mars 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitartjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
"Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram.
Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Einnig lagðar fram bókanir félags- og tómstundanefndar frá 300. fundi þann 10. mars 2022 og 178. fundi fræðslunefndar þann 30. mars 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitartjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022
Málsnúmer 2203067Vakta málsnúmer
Vísað frá 1012. fundi byggðarráðs frá 27. apríl til fyrri umræðu í sveitarstjórn þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur hjá KPMG tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktinni með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur hjá KPMG tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið með fjarfundabúnaði.
Byggðarráð samþykkir að vísa samþykktinni með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Samþykkt um stjórn og fundarsköp, breytingar 2022 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Lóðamál - Úthlutunarreglur - Reglur um úthlutun lóða
Málsnúmer 2009236Vakta málsnúmer
Vísað frá 1012. fundi byggðarráðs frá 27. apríl til fyrri umræðu í sveitarstjórn þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Reglur um úthlutun lóða bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
"Lögð fram drög að reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglum um úthlutun byggingarlóða í Sveitarfélaginu Skagafirði til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Reglur um úthlutun lóða bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
13.Deplar - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111105Vakta málsnúmer
Vísað frá 431. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Kollgáta arkitektastofa óskar fyrir hönd eigenda Depla, Fljótabakki ehf. um leyfi til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir Depla sem m.a. varða breytingar á byggingarreitum, leiðréttingu landamerkja og lóðarmarka til samræmis við frumheimild o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
"Kollgáta arkitektastofa óskar fyrir hönd eigenda Depla, Fljótabakki ehf. um leyfi til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir Depla sem m.a. varða breytingar á byggingarreitum, leiðréttingu landamerkja og lóðarmarka til samræmis við frumheimild o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
14.Blöndulína 3 - umsagnarbeiðni
Málsnúmer 2203230Vakta málsnúmer
Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl sl. þannig bókað:
"Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráð,sem hljóðar eftirfarandi:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3."
Framlögð umsögn Skipulags- og byggingarnenda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þeir sitji hjá.
"Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráð,sem hljóðar eftirfarandi:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3."
Framlögð umsögn Skipulags- og byggingarnenda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 7 atkvæðum.
Fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þeir sitji hjá.
15.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Málsnúmer 2105191Vakta málsnúmer
Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012.
Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012.
Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
16.Skarðseyri 1 og 2 (143320) (143722) - Umsókn um deiliskipulag og byggingarreit.
Málsnúmer 2204167Vakta málsnúmer
Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Ásmundur J. Pálmason fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., þinglýsts lóðarhafa lóðanna Skarðseyri 1, L143320 og Skarðseyri 2, L143722 óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi vinnuskrá, dags. 25.04.2022 gerir grein fyrir afmörkun skipulagssvæðis sem er 23.163 m² að stærð og er í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar af 405. fundi þann 29.04.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að falla frá gerð lýsingar þar sem meginforsendur liggi fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og falli ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Þó verði unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Einnig óskað eftir heimild til að stofna 546 m² byggingarreit á lóð nr. 1 við Skarðseyri, L143320, eins og sýnt er í meðfylgjandi vinnuskrá í verki nr. 35120101 dags. 25.04.2022. Reitur í samræmi við fyrirhugaða tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur jafnframt fram við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir umbeðinn byggingarreit, með níu atkvæðum og samþykkir jafnframt að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010."
"Ásmundur J. Pálmason fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., þinglýsts lóðarhafa lóðanna Skarðseyri 1, L143320 og Skarðseyri 2, L143722 óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi vinnuskrá, dags. 25.04.2022 gerir grein fyrir afmörkun skipulagssvæðis sem er 23.163 m² að stærð og er í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar af 405. fundi þann 29.04.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að falla frá gerð lýsingar þar sem meginforsendur liggi fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og falli ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Þó verði unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Einnig óskað eftir heimild til að stofna 546 m² byggingarreit á lóð nr. 1 við Skarðseyri, L143320, eins og sýnt er í meðfylgjandi vinnuskrá í verki nr. 35120101 dags. 25.04.2022. Reitur í samræmi við fyrirhugaða tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur jafnframt fram við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010."
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir umbeðinn byggingarreit, með níu atkvæðum og samþykkir jafnframt að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010."
17.Ársreikningur 2021 - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 2203291Vakta málsnúmer
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.702 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.697 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 6.580 millj. króna, þar af A-hluti 5.777 millj. króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 122 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 81 millj. króna. Afskriftir eru samtals 249 millj. króna, þar af 152 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 351 millj. króna, þ.a. eru 279 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 356 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 417 millj. króna.
Taka ber fram í þessu sambandi að stóra breytingin í rekstri og ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2021 eru breyttar forsendur við útreikning á lífeyrisskuldbindingu sem kynntar voru á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 22. desember sl., að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þessar breytingar hafa miklar hækkanir í för með sér fyrir flest sveitarfélög landsins og er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning þar á en hækkun lífeyrisskuldbindinga fyrir samstæðuna nemur 456 m.kr. og 419 m.kr. hjá A-hluta. Forsendur þessara breytinga ráðuneytisins eru hækkun launavísitölu sem Hagstofan reiknar, breyttar forsendur um lífaldur og hækkandi hlutur launagreiðanda í lífeyrisgreiðslum. Ef þessar breyttu reglur hefðu ekki komið til í lok síðasta árs og lífeyrisskuldbindingar hefðu verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 hefði rekstarniðurstaðan verið jákvæð um 10 m.kr. hjá A- og B-hluta en neikvæð um 76 m.kr. hjá A-hlutanum. Annar mikilvægur málaflokkur sem sveitarfélögin sinna eru málefni fatlaðs fólks sem þau tóku við þjónustu af frá ríkinu árið 2011. Ríkið veitti þá ákveðna tekjustofna, auk þess sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ætluð til að standa straum af rekstri þjónustunnar. Raunstaðan er sú að þetta er fjarri lagi. Sveitarfélagið Skagafjörður varð þannig að taka á sig 151 m.kr. af rekstrarkostnaði umfram tekjustofna og framlög á síðasta ári sem hefur einnig mikil áhrif á ársreikning ársins 2021.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.683 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 9.336 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2021 samtals 8.584 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.704 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 5.416 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 540 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.099 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,5%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.611 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 458 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 255 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 538 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2021, 786 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 834 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 919 millj. króna. Handbært fé nam 365 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 1.318 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2021, 128,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 96,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufés frá rekstri.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.
Rekstrarniðurstaða ársins 2021 er því miður neikvæð. Hækkun lífeyrisskuldbindinga hefur þar vissulega mikið að segja. Það er útreikningur sem við sveitarstjórnarfulltrúar höfum ekkert með að gera, kemur ekki fram í sjóðsstreymi og hefur í raun ekkert með rekstur ársins 2021 að gera. Það sem er hinsvegar verra, og verður að taka alvarlega, er að þó að lífeyrisskuldbindingar væru teknar út úr ársreikningnum, þá er rekstrarniðurstaða samstæðunar alls ekki viðunandi. Jafnframt hækka skuldir og skuldahlutfall, en þetta er þróun sem við þurfum að breyta. Þessvegna hlýtur það að verða eitt stærsta verkefni næstu ára að snúa þessu við. Koma rekstrinum í jafnvægi, og lækka skuldir. Forgangsröðun framkvæmda verður því enn mikilvægari, en það eru stórar framkvæmdir framundan við meðal annars grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu, sem mega ekki dragast enn frekar á langinn.
Það má kannski segja að síðustu 2 ár hafa verið strembin í rekstri sveitarfélaga um allt land, en það er samt hlutverk okkar sveitarstjórnarfulltrúa að bregðast við breyttu ástandi. Það verðum við að gera, og gera það þannig að það skerði sem minnst þjónustu við íbúa.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2021
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði þrátt fyrir Covid, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitarsjóð. Umsvif hafnarinnar hefur aukist með tilheyrandi tekjum. En skuldastaðan er þó varhugaverð, ekki síst vegna nýrra útreikninga um meiri líf¬eyr¬is¬skuld¬bind¬ingar vegna hækk¬andi með¬al¬ald¬urs. En á sama tíma og aukinn slaki hefur verið gefinn á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur eins og nú því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur, en nýjustu fregnir eru einmitt um mesta hlutfallslega fækkun á landinu er á Norðurlandi vestra og þar af mest í Sveitarfélaginu Skagafirði. Það verður að grípa til aðgerða til að snúa þessari þróun við.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Er um að ræða síðasta ársreikninginn sem núverandi sveitarstjórn skilar frá sér og síðasti ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir heilt rekstrarár en í lok þessa mánaðar tekur formlega við ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi allra Skagfirðinga.
Heilt yfir gekk rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar vel á árinu 2021 og rekstur flestra málaflokka og stofnana í nokkuð góðu jafnvægi. Óvæntar breytingar urðu hins vegar í lok síðasta árs sem hefur áhrif til mikillar hækkunar á á lífeyrisskuldbindingum og litar sú mikla hækkun afkomutölur A-hluta og samstæðunnar í heild. Rekstrarniðurstaðan er þannig neikvæð um 356 m.kr. hjá samstæðunni og 417 m.kr. hjá A-hluta. Ef hækkanir lífeyrisskuldbindinga hefðu hins vegar verið í takt við fjárhagsáætlun ársins hefði samstæðan skilað 10 m.kr. afgangi en A-hlutinn verið neikvæður um 76 m.kr.
Önnur stór breyting í rekstri sveitarfélagsins á milli ára er sá mikli halli sem orðinn er á málaflokki fatlaðs fólks. Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á síðasta ári var hann kominn í 151 m.kr. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Standa vonir til að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög á árinu 2022 sem kemur til með að hafa mikil jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 876 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 834 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið tæp 12 ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir efnahagshrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 128,1% en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum er skuldaviðmið samstæðunnar 96,9% sem er langt undir þeim mörkum sem sveitarfélögum eru sett.
Þrátt fyrir hin framangreindu tvö óvenjulegu frávik í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári þá er staða þess sterk. Sveitarfélagið veitir öfluga og góða þjónustu og almennar gjaldskrárbreytingar á kjörtímabilinu hafa verið undir verðlagsþróun og þar með um nokkra raunlækkun að ræða. Miklar fjárfestingar hafa jafnframt verið á kjörtímabilinu og grunninnviðir samfélagsins verið styrktir. Íbúum hefur fjölgað, mikið hefur verið um íbúðabyggingar og grunnur lagður að enn frekari úthlutun lóða í þéttbýliskjörnum héraðsins með nýju Aðalskipulagi sveitarfélagsins og mikilli deiliskipulagsvinnu á kjörtímabilinu. Endurspeglast þetta vel í miklum gatnagerðaráformum á árinu 2022. Afkoma sveitarfélagsins er einnig góð á kjörtímabilinu og jákvæð um 161 m.kr. sé litið til þess í heild sinni. Sveitarfélagið stendur því sterkum fótum og hefur verið vel í stakk búið til að takast á við óvænta atburði eins og heimsfaraldur kórónaveiru, hamfaraveður o.fl.
Þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings eru færðar kærar þakkir. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa sama hvar í flokki þeir eru, að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.
Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Atli Már Traustason
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 6.702 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.697 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 6.580 millj. króna, þar af A-hluti 5.777 millj. króna. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 122 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði neikvæð um 81 millj. króna. Afskriftir eru samtals 249 millj. króna, þar af 152 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 351 millj. króna, þ.a. eru 279 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2021 er neikvæð um 356 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 417 millj. króna.
Taka ber fram í þessu sambandi að stóra breytingin í rekstri og ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á árinu 2021 eru breyttar forsendur við útreikning á lífeyrisskuldbindingu sem kynntar voru á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins 22. desember sl., að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þessar breytingar hafa miklar hækkanir í för með sér fyrir flest sveitarfélög landsins og er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning þar á en hækkun lífeyrisskuldbindinga fyrir samstæðuna nemur 456 m.kr. og 419 m.kr. hjá A-hluta. Forsendur þessara breytinga ráðuneytisins eru hækkun launavísitölu sem Hagstofan reiknar, breyttar forsendur um lífaldur og hækkandi hlutur launagreiðanda í lífeyrisgreiðslum. Ef þessar breyttu reglur hefðu ekki komið til í lok síðasta árs og lífeyrisskuldbindingar hefðu verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2021 hefði rekstarniðurstaðan verið jákvæð um 10 m.kr. hjá A- og B-hluta en neikvæð um 76 m.kr. hjá A-hlutanum. Annar mikilvægur málaflokkur sem sveitarfélögin sinna eru málefni fatlaðs fólks sem þau tóku við þjónustu af frá ríkinu árið 2011. Ríkið veitti þá ákveðna tekjustofna, auk þess sem framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru ætluð til að standa straum af rekstri þjónustunnar. Raunstaðan er sú að þetta er fjarri lagi. Sveitarfélagið Skagafjörður varð þannig að taka á sig 151 m.kr. af rekstrarkostnaði umfram tekjustofna og framlög á síðasta ári sem hefur einnig mikil áhrif á ársreikning ársins 2021.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 11.683 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 9.336 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2021 samtals 8.584 millj. króna, þar af hjá A-hluta 7.704 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 5.416 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 540 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.099 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,5%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.611 millj. króna í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 458 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 255 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 538 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2021, 786 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 834 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 919 millj. króna. Handbært fé nam 365 millj. króna í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 1.318 millj. króna.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2021, 128,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 96,9% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufés frá rekstri.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.
Rekstrarniðurstaða ársins 2021 er því miður neikvæð. Hækkun lífeyrisskuldbindinga hefur þar vissulega mikið að segja. Það er útreikningur sem við sveitarstjórnarfulltrúar höfum ekkert með að gera, kemur ekki fram í sjóðsstreymi og hefur í raun ekkert með rekstur ársins 2021 að gera. Það sem er hinsvegar verra, og verður að taka alvarlega, er að þó að lífeyrisskuldbindingar væru teknar út úr ársreikningnum, þá er rekstrarniðurstaða samstæðunar alls ekki viðunandi. Jafnframt hækka skuldir og skuldahlutfall, en þetta er þróun sem við þurfum að breyta. Þessvegna hlýtur það að verða eitt stærsta verkefni næstu ára að snúa þessu við. Koma rekstrinum í jafnvægi, og lækka skuldir. Forgangsröðun framkvæmda verður því enn mikilvægari, en það eru stórar framkvæmdir framundan við meðal annars grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu, sem mega ekki dragast enn frekar á langinn.
Það má kannski segja að síðustu 2 ár hafa verið strembin í rekstri sveitarfélaga um allt land, en það er samt hlutverk okkar sveitarstjórnarfulltrúa að bregðast við breyttu ástandi. Það verðum við að gera, og gera það þannig að það skerði sem minnst þjónustu við íbúa.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2021
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði þrátt fyrir Covid, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitarsjóð. Umsvif hafnarinnar hefur aukist með tilheyrandi tekjum. En skuldastaðan er þó varhugaverð, ekki síst vegna nýrra útreikninga um meiri líf¬eyr¬is¬skuld¬bind¬ingar vegna hækk¬andi með¬al¬ald¬urs. En á sama tíma og aukinn slaki hefur verið gefinn á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur eins og nú því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur, en nýjustu fregnir eru einmitt um mesta hlutfallslega fækkun á landinu er á Norðurlandi vestra og þar af mest í Sveitarfélaginu Skagafirði. Það verður að grípa til aðgerða til að snúa þessari þróun við.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir VG og óháð
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Er um að ræða síðasta ársreikninginn sem núverandi sveitarstjórn skilar frá sér og síðasti ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir heilt rekstrarár en í lok þessa mánaðar tekur formlega við ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi allra Skagfirðinga.
Heilt yfir gekk rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar vel á árinu 2021 og rekstur flestra málaflokka og stofnana í nokkuð góðu jafnvægi. Óvæntar breytingar urðu hins vegar í lok síðasta árs sem hefur áhrif til mikillar hækkunar á á lífeyrisskuldbindingum og litar sú mikla hækkun afkomutölur A-hluta og samstæðunnar í heild. Rekstrarniðurstaðan er þannig neikvæð um 356 m.kr. hjá samstæðunni og 417 m.kr. hjá A-hluta. Ef hækkanir lífeyrisskuldbindinga hefðu hins vegar verið í takt við fjárhagsáætlun ársins hefði samstæðan skilað 10 m.kr. afgangi en A-hlutinn verið neikvæður um 76 m.kr.
Önnur stór breyting í rekstri sveitarfélagsins á milli ára er sá mikli halli sem orðinn er á málaflokki fatlaðs fólks. Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á síðasta ári var hann kominn í 151 m.kr. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Standa vonir til að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög á árinu 2022 sem kemur til með að hafa mikil jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 876 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 834 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið tæp 12 ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir efnahagshrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Skuldahlutfall samstæðunnar er nú 128,1% en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum er skuldaviðmið samstæðunnar 96,9% sem er langt undir þeim mörkum sem sveitarfélögum eru sett.
Þrátt fyrir hin framangreindu tvö óvenjulegu frávik í rekstri sveitarfélagsins á síðasta ári þá er staða þess sterk. Sveitarfélagið veitir öfluga og góða þjónustu og almennar gjaldskrárbreytingar á kjörtímabilinu hafa verið undir verðlagsþróun og þar með um nokkra raunlækkun að ræða. Miklar fjárfestingar hafa jafnframt verið á kjörtímabilinu og grunninnviðir samfélagsins verið styrktir. Íbúum hefur fjölgað, mikið hefur verið um íbúðabyggingar og grunnur lagður að enn frekari úthlutun lóða í þéttbýliskjörnum héraðsins með nýju Aðalskipulagi sveitarfélagsins og mikilli deiliskipulagsvinnu á kjörtímabilinu. Endurspeglast þetta vel í miklum gatnagerðaráformum á árinu 2022. Afkoma sveitarfélagsins er einnig góð á kjörtímabilinu og jákvæð um 161 m.kr. sé litið til þess í heild sinni. Sveitarfélagið stendur því sterkum fótum og hefur verið vel í stakk búið til að takast á við óvænta atburði eins og heimsfaraldur kórónaveiru, hamfaraveður o.fl.
Þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings eru færðar kærar þakkir. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa sama hvar í flokki þeir eru, að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.
Stefán Vagn Stefánsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Atli Már Traustason
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2021 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
18.Aukaþing SSNV 21. júní 2022
Málsnúmer 2204053Vakta málsnúmer
Skv. grein 2.1 í samþykktum SSNV skal, það ár sem sveitarstjórnarkosningar fara fram, halda aukaþing þar sem fram fer kjör nýrrar stjórnar ásamt kynningu á starfsemi samtakanna fyrir nýja sveitarstjórnarmenn. Skal þingið haldið sem fyrst að afloknum kosningum, eigi síðar en 15. júlí.
Stjórn SSNV hefur nú ákveðið að aukaþing skuli haldið þann 21. júní 2022 og falið framkvæmdastjóra samtakanna að tilkynna sveitarfélögunum dagsetningu þingsins, óska eftir því að tilnefningu fulltrúa verði lokið eigi síðar en 6. júní og hefja undirbúning þings.
Stjórn SSNV hefur nú ákveðið að aukaþing skuli haldið þann 21. júní 2022 og falið framkvæmdastjóra samtakanna að tilkynna sveitarfélögunum dagsetningu þingsins, óska eftir því að tilnefningu fulltrúa verði lokið eigi síðar en 6. júní og hefja undirbúning þings.
19.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 33
Málsnúmer 2204025FVakta málsnúmer
Fundargerð 33. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses. fra 29. apríl sl. lögð fram til kynninga á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022
20.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Nlv. 2022
Málsnúmer 2201006Vakta málsnúmer
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 31. mars sl. lögð fram til kynnningar á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022
21.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer
Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl sl. lögð fram til kynningar á 424. fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022
Fundi slitið - kl. 15:57.