Fara í efni

Veitunefnd - 86

Málsnúmer 2203028F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Fundargerð 86. fundar veitunefndar frá 23. maí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 425. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 86 Tilboð í lagnaefni vegna fyrirhugaðrar stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli voru opnuð 12. apríl síðastliðinn. 2 tilboð bárust í verkið frá fyrirtækjunum SET ehf og Ísrör ehf. Ísrör hefur óskað eftir að falla frá tilboði sínu en villur komu fram í þeirra tilboði.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir tilboðsgögn og greindi frá viðræðum við SET og Ísrör. Samþykkt er að leysa Ísrör undan ábyrgð á innsendu tilboði þeirra. Samþykkt er að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið SET um innkaup á lagnaefni. Málinu vísað áfram til samþykktar sveitastjórnar.

    Rætt var um frekari innkaup á lagnaefni en ljóst er að verð á stáli og hrávöru fer mjög hækkandi. Sviðsstjóra falið að vinna að útboði vegna innkaupa á efni fyrir seinni hluta framkvæmdarinnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, hönnun og útboð 2022. Samþykkt samhljóða.
  • Veitunefnd - 86 Ný borholudæla í holu SK-28 er væntanleg til landsins í lok maímánaðar. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að dælan verði sett niður og tengd í júní. Vonir eru bundnar við að þessi aðgerð muni styrkja afhendingagöryggi á heitu vatni frá veitunni í Hrolleifsdal verulega.

    Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sögðu frá verkefninu. Keypt var dæla frá Shclumberger í Skotlandi og er þetta fyrsta djúpdælan sem sett er í borholu í Skagafirði. Ef vel tekst til sjá Skagafjarðarveitur mikil tækifæri í því að samskonar aðgerð verði beitt við fleiri holur sem þegar hafa verið boraðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar veitunefndar staðfest á 425. fundi sveitarstjórnar 25. maí2022 níu atkvæðum.