Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

86. fundur 23. maí 2022 kl. 16:00 - 17:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkstjóri á veitu- og framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, hönnun og útboð 2022

Málsnúmer 2202057Vakta málsnúmer

Tilboð í lagnaefni vegna fyrirhugaðrar stofnlagnar frá Langhúsum að Róðhóli voru opnuð 12. apríl síðastliðinn. 2 tilboð bárust í verkið frá fyrirtækjunum SET ehf og Ísrör ehf. Ísrör hefur óskað eftir að falla frá tilboði sínu en villur komu fram í þeirra tilboði.

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir tilboðsgögn og greindi frá viðræðum við SET og Ísrör. Samþykkt er að leysa Ísrör undan ábyrgð á innsendu tilboði þeirra. Samþykkt er að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið SET um innkaup á lagnaefni. Málinu vísað áfram til samþykktar sveitastjórnar.

Rætt var um frekari innkaup á lagnaefni en ljóst er að verð á stáli og hrávöru fer mjög hækkandi. Sviðsstjóra falið að vinna að útboði vegna innkaupa á efni fyrir seinni hluta framkvæmdarinnar.

2.Hrolleifsdalur SK-28 - ný borholudæla

Málsnúmer 2201178Vakta málsnúmer

Ný borholudæla í holu SK-28 er væntanleg til landsins í lok maímánaðar. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir að dælan verði sett niður og tengd í júní. Vonir eru bundnar við að þessi aðgerð muni styrkja afhendingagöryggi á heitu vatni frá veitunni í Hrolleifsdal verulega.

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sögðu frá verkefninu. Keypt var dæla frá Shclumberger í Skotlandi og er þetta fyrsta djúpdælan sem sett er í borholu í Skagafirði. Ef vel tekst til sjá Skagafjarðarveitur mikil tækifæri í því að samskonar aðgerð verði beitt við fleiri holur sem þegar hafa verið boraðar.

Fundi slitið - kl. 17:00.