Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 1009

Málsnúmer 2203029F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Fundargerð 1009. fundar byggðarráðs frá 30. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við lið 3.5.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Málið áður á dagskrá 1008. fundi byggðarráðs þann 22. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102.ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
    Byggðarráð samþykkir að skipa starfshóp með UMSS um stefnumörkun í íþróttamálum í sveitarfélaginu að sveitarstjórnarkosningum loknum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 25. mars 2022 frá Sunnu Axelsdóttur hdl. hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd umbjóðenda sinna Dagnýjar Stefánsdóttur og Róberts Loga Jóhannssonar, eigenda og ábúenda að Laugarmýri í Skagafirði, vegna jarðhitaréttinda og nýtingar heitavatnsborholu í landi Laugarbóls, L146191. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Hjörleifur Kvaran hrl. þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
    Byggðarráð samþykkir að fela Hjörleifi Kvaran að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, eða eftir atvikum á starfssvæði sem nær yfir Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu, kjósi Húnaþing vestra að draga sig út úr samstarfi sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa haft með sér undanfarin ár. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi þess efnis á önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra og óska eftir afstöðu þeirra til samstarfs sem byggir á þeim samningi sem rann út 28. febrúar sl. og gildistíma nýs samnings til a.m.k. þriggja ára. Óskað verði eftir því að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 7. apríl nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lögð fram drög að fimm ára samningi við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram verðmat fasteignasala á fasteigninni Lambanes Reykir B, F2144120. Heimild fyrir sölu fasteignarinnar er í fjárhagsáætlun 2022.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa leigjanda fasteignarinnar kost á að nýta sér forkaupsrétt sinn.
    Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
    Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 24. mars 2022 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2022. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2022.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram bréf dagsett 22. mars 2022 frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Íslandsdeild Transparency International (TI-IS) var stofnuð árið 2021 á grunni Gagnsæi - samtök gegn spillingu. Farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki rekstrargrundvöll deildarinnar með fjárframlagi.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en sér sér ekki fært að leggja fram rekstrarstyrk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. mars 2022 frá Skipulagsstofnun. Landsnet hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3. https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#fath
    Skipulagsstofnun fer fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 16. maí 2022.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 1009 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá dómsmálaráðuneyti til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. mars 2022 varðandi endurskiplagningu sýslumannsembætta.
    Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum af málinu og áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 1009. fundar byggðarráðs staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.