VH-22 útborun borholu í Varmahlíð.
Málsnúmer 2203036
Vakta málsnúmerVeitunefnd - 3. fundur - 13.10.2022
Útborun holu VH-22 hófst þann 20. september síðastliðinn. Hingað til hefur borun ekki borið árangur en borun verður haldið áfram um sinn. Mikill vöxtur er í byggðinni í Varmahlíð og í sveitunum sem tengjast hitaveitunni í Varmahlíð. Til að mæta aukinni orkuþörf og auka samtímis rekstraröryggi veitunnar er því mjög mikilvægt að árangur náist við þetta verkefni.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.
Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir skýrslu Ísor um borun holu VH-22 og mikilvægi jarðhitasvæðisins í Varmahlíð.