Veitunefnd
Dagskrá
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - veitunefnd.
Málsnúmer 2206131Vakta málsnúmer
2.VH-22 útborun borholu í Varmahlíð.
Málsnúmer 2203036Vakta málsnúmer
Vegna seinkunar á afhendingu búnaðar sem þarf til verksins verður seinkun á því að framkvæmdir hefjist. Áætlun gerir ráð fyrir að borun hefjist um miðjan ágúst næstkomandi.
Farið var yfir skýrslu Ísor um borun holu VH-22 og mikilvægi jarðhitasvæðisins í Varmahlíð.
Farið var yfir skýrslu Ísor um borun holu VH-22 og mikilvægi jarðhitasvæðisins í Varmahlíð.
3.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, efnisútboð 2022
Málsnúmer 2202057Vakta málsnúmer
Á fundi sveitastjórnar þann 25. maí var tillaga Veitunefndar um að ganga að tilboði SET ehf um kaup á lagnaefni samþykkt. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri hefur staðfest töku tilboðs og er framleiðsla á rörunum komin í ferli.
Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður útboðsins og stöðu verkefnisins. Ekki er stefnt á að fara í framkvæmdir fyrr en á næsta ári.
Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður útboðsins og stöðu verkefnisins. Ekki er stefnt á að fara í framkvæmdir fyrr en á næsta ári.
4.Stofnlögn hitaveitu Langhús - Róðhóll, efnisútboð 2, 2022
Málsnúmer 2206134Vakta málsnúmer
Vegna aðstæðna í heiminum eru horfur á hráefnamarkaði slæmar eins og er. Verð á stáli hefur hækkað gríðarlega á mörkuðum og ekki er annað sjáanlegt en að verðið muni hækka enn meira og að jafnvel verði erfitt að útvega stál þegar að líða fer á árið.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og lagði til að farið yrði í nýtt efnisútboð þar sem að gert væri ráð fyrir innkaupum á öllum rörum sem vantar til að ljúka tengingu veitunnar frá Langhúsum að Róðhóli. Afhending efnis og greiðslur miðist við vorið 2023.
Samþykkt og sviðsstjóra falið að setja nýtt útboð í gang.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og lagði til að farið yrði í nýtt efnisútboð þar sem að gert væri ráð fyrir innkaupum á öllum rörum sem vantar til að ljúka tengingu veitunnar frá Langhúsum að Róðhóli. Afhending efnis og greiðslur miðist við vorið 2023.
Samþykkt og sviðsstjóra falið að setja nýtt útboð í gang.
5.Hrolleifsdalur SK-28 - ný borholudæla
Málsnúmer 2201178Vakta málsnúmer
Ný borholudæla er komin til landsins og unnið er að niðursetningu hennar og tengingum. Dæluprófanir eru framundan og eru vonir bundnar við að nýja dælan skili meira af heitu vatni en tekist hefur að vinna áður úr þessari holu.
Búið er að koma dælunni niður og prufudælingar verða framkvæmdar á næstunni.
Búið er að koma dælunni niður og prufudælingar verða framkvæmdar á næstunni.
6.Lambanesreykir, samningar, rennslismælingar og rannsóknir.
Málsnúmer 2206234Vakta málsnúmer
Fyrirhugaðar framkvæmdir að Hraunum í Fljótum kalla á aukna orkuþörf á hitaveitusvæðinu. Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að skoða fýsileika þess að nýta jarðhita til verkefnisins frá Lambanesreykjum.
Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við landeigendur og láta gera nauðsynlegar mælingar á vatnsmagni og hita þannig að hægt verði að meta hvort að næg orka sé til staðar að Lambanesreykjum fyrir verkefnið.
Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við landeigendur og láta gera nauðsynlegar mælingar á vatnsmagni og hita þannig að hægt verði að meta hvort að næg orka sé til staðar að Lambanesreykjum fyrir verkefnið.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.
Sigfús Ingi Sigfússon sat þennan lið.