Samstarf um málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2203049
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1007. fundur - 16.03.2022
Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram.
Málið rætt og því framhaldið á næsta fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram.
Málið rætt og því framhaldið á næsta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1008. fundur - 22.03.2022
Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar. Fyrir liggur að sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahreppur vilja halda samstarfinu áfram. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
Byggðarráð samþykkir að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022
Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk frá 22. mars 2021 rann út þann 28. febrúar s.l. Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar voru samningsaðilar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, eða eftir atvikum á starfssvæði sem nær yfir Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu, kjósi Húnaþing vestra að draga sig út úr samstarfi sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa haft með sér undanfarin ár. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi þess efnis á önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra og óska eftir afstöðu þeirra til samstarfs sem byggir á þeim samningi sem rann út 28. febrúar sl. og gildistíma nýs samnings til a.m.k. þriggja ára. Óskað verði eftir því að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 7. apríl nk.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, eða eftir atvikum á starfssvæði sem nær yfir Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu, kjósi Húnaþing vestra að draga sig út úr samstarfi sem sveitarfélögin á Norðurlandi vestra hafa haft með sér undanfarin ár. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda erindi þess efnis á önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra og óska eftir afstöðu þeirra til samstarfs sem byggir á þeim samningi sem rann út 28. febrúar sl. og gildistíma nýs samnings til a.m.k. þriggja ára. Óskað verði eftir því að afstaða sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 7. apríl nk.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1012. fundur - 27.04.2022
Byggðaráð hefur lýst vilja til að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd og hafa lýst vilja sínum til áframhaldandi samstarfs. Húnaþing vestra telur ekki forsendur til að taka afstöðu til málsins fyrr en vinnu þess hvað varðar skipulag málaflokks m.t.t. Húnaþings vestra liggur fyrir. Núverandi samstarfssamningur rann út 28. febrúar sl. eins og legið hefur fyrir frá undirritun hans 22. mars 2021.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda drög að endurnýjuðum samningi á önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, með lengri gildistíma en í fyrri samningi, eins og ákall er uppi um. Jafnframt að senda Húnaþingi vestra boð þess efnis að kjósi sveitarfélagið að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra, eftir að vinnu Húnaþings vestra hvað varðar skipulag málaflokksins er lokið. Yrði það gert með sérstökum viðauka við samning hinna sveitarfélaganna á svæðinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela sveitarstjóra að senda drög að endurnýjuðum samningi á önnur sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði, með lengri gildistíma en í fyrri samningi, eins og ákall er uppi um. Jafnframt að senda Húnaþingi vestra boð þess efnis að kjósi sveitarfélagið að halda áfram samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra, eftir að vinnu Húnaþings vestra hvað varðar skipulag málaflokksins er lokið. Yrði það gert með sérstökum viðauka við samning hinna sveitarfélaganna á svæðinu.
Byggðarráð Skagafjarðar - 26. fundur - 08.12.2022
Lagður fram endurnýjaður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022
Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagður fram endurnýjaður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður samningur um málefni fatlaðs fólks borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Lagður fram endurnýjaður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagður samningur um málefni fatlaðs fólks borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023
Lagður fram nýr samningur sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn tók gildi 1. janúar sl. og er sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag á þjónustusvæðinu og með ábyrgð á þjónustunni. Samningurinn byggir á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, s.s. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Meginmarkmið samningsins er að tryggja fötluðu fólki samþætta og heildstæða þjónustu og stuðla að auknu sjálfstæði fatlaðs fólks. Félagsmála- og tómstundanefnd fer með framkvæmd verkefnisins og tekur til umfjöllunar fundargerðir fagráðs og framkvæmdaráðs. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar að nýr ótímabundinn samningur hafi verið gerður, samningur sem byggir á áratuga reynslu og þekkingu og væntir þess að þessi skipan þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra verði farsæl.
Málið rætt.