Fara í efni

Styrkbeiðni vegna skemmtunar fyrir börn

Málsnúmer 2203132

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 97. fundur - 17.03.2022

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Videosport ehf. vegna viðburðar í Ljósheimum fyrir leikskólabörn í Sveitarfélaginu Skagafirði . Til stendur að fá Íþróttaálfinn og Sollu stirðu til að skemmta börnum á leikskólaaldri. Til þess að hægt sé að bjóða börnum frítt á viðburðinn óska þau eftir styrk að upphæð 150.000 kr.

Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 kr.