Fara í efni

Samstarfssamningur við Flugu hf.

Málsnúmer 2203147

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1009. fundur - 30.03.2022

Lögð fram drög að fimm ára samningi við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 302. fundur - 18.05.2022

Lagður fram samningur sveitarfélagsins við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningurinn hefur verið samþykktur í byggðarráði og sveitarstjórn. Skv. ákvæðum samningsins skal jafnframt taka samninginn fyrir í félags- og tómstundanefnd. Nefndin ítrekar að gott hefði verið að fá samninginn til umfjöllunar áður en skrifað var undir, þar sem nefndarmenn hafa spurningar og athugasemdir við samninginn. Nefndarmenn áskilja sér rétt til frekari umræðu og athugasemda um samninginn á vettvangi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Visað frá 302. fundi félags- og tómstundanefnar frá 18.maí til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað.
Lagður fram samningur sveitarfélagsins við Flugu ehf. um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningurinn hefur verið samþykktur í byggðarráði og sveitarstjórn. Skv. ákvæðum samningsins skal jafnframt taka samninginn fyrir í félags- og tómstundanefnd.
Nefndin ítrekar að gott hefði verið að fá samninginn til umfjöllunar áður en skrifað var undir, þar sem nefndarmenn hafa spurningar og athugasemdir við samninginn. Nefndarmenn áskilja sér rétt til frekari umræðu og athugasemda um samninginn á vettvangi sveitarstjórnar.

Guðný Axelsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.