Fara í efni

Bókun stjórnar SÍS um innleiðingu barnaverndarlaga

Málsnúmer 2203286

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 1014. fundur - 11.05.2022

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. mars 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarafélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 25. mars 2022 vegna innleiðingu barnaverndarlaga. Einnig lagt fram afrit af bréfi sambandsins til mennta- og barnamálaráðherra þann 25. febrúar 2022, vegna sama máls.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 302. fundur - 18.05.2022

Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem fjallað er um breytingar á barnaverndarlögum. Breytingarnar fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á vettvangi sveitarfélaganna. Gildistaka þessara breytinga er 1. október 2022 og ljóst að mikið starf er framundan af hálfu sveitarfélaganna að skilgreina stjórnsýslu og umdæmi slíkra ráða.