Skipulags- og byggingarnefnd - 431
Málsnúmer 2204011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022
Fundargerð 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 13. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Gunnar Gunnarsson, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ríkiseigna, óskar eftir heimild til að loka fyrir og banna allan akstur vélknúinna ökutækja um slóða sem liggur um lóðina Skagfirðingabraut 24 vestan heimavistar. Það gert vegna þeirrar hættu sem skapast þar sem útgangur úr íbúð er beint út á slóðann.
Er þetta einnig vegna fyrirhugaðs frágangs á lóð vestan við húsnæðið. Fram kemur í erindi að ítrekað hafa brotnað rúður á neðri hæð heimavistarinnar vegna þessa aksturs og starfsmönnum sveitarfélagsins ítrekað á það bent.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar umbeðna lokun, en fer jafnframt fram á að lokunin verði í samráði við sveitarfélagið vegna aðkomu að Sauðárgili og Litla-skógi.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Sigurður Baldursson og Hrafnhildur Baldursdóttir eigendur Birkimels 22 sækja um stækkun lóðar til norðurs að ætlaðri gangstétt eða götu. Fylgiskjal móttekið 22.03.2022 gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur jákvæð umsögn Veitu- og framkvæmdasvið dagsett 5.4.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Málið áður á dagskrá 401. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Á 397. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 27. janúar 2021 samþykkti nefndin umsókn um landskipti úr landi Laugarhvamms, landnr. 146196, í Tungusveit , stofnun þriggja lóða. Laugarhvammur 16, Laugarhvammur 17 og Laugarhvammur 18 , skilgreindar sem sumarbústaðarland (60). Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196, sem er upprunajörð ofannefndra lóða, óskar eftir því að breyta landnotkun úr sumarbústaðarlandi (60) í íbúðarhúsalóðir (10). Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að skoða þurfi svæðið í heild með tilliti til skýrra marka á milli íbúðabyggðar og frístundabyggðar og einnig með tillitit til þess, hvort svæðið í heild skuli skilgreint sem þéttbýli. Nefndin vísar málinu til vinnu við endurskoðuðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sem nú er í vinnslu."
Með hliðsjónar af skilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi hafnar skipulags- og byggingarnefnd erindinu.
Jafnframt bendir skipulagsfulltrúi á að hafin er deiliskipulagsvinna fyrir stækkun íbúðabyggðar við Lækjarbrekku og Lækjarbakka á Steinsstöðum í samræmi við aðalskipulag.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Svavar Haraldur Stefánsson og Ragnheiður G. Kolbeins, f.h. Brautarholtsbænda ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Brautarholts (landnr. 146017) á Langholti í Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-50, dags. 29. mars 2022. Lóðin er ætluð fyrir íbúðarhús og á uppdrætti fengið heitið Brautarholt 1.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri lóð.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Brautarholts munu áfram fylgja landnúmerinu 146017.
Samhliða stofnun lóðarinnar er óskað eftir því að fá heimild til að leggja veg að lóðinni, eins og uppdrátturinn sýnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti og nafngift en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um veglagningu að fenginni umsögn Minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins og víkur af fundi. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir eigandi Messuholts land L188613 sækir um breytt heiti eignarinnar. Sótt er um að lóðin Messuholts land L188613, F2244839 fái heitið Skógarholt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Christine Busch , þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 (landnr. 146478) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S07 í verki nr. 7591-2001, dags. 4. feb. 2022
Á uppdrættinum hefur spildan fengið heitið Neðri-Ás 2, land 6, sem er í samræmi við nöfn annarra spildna sem áður hafa verið teknar út úr jörðinni og í rökréttu framhaldi af síðustu landskiptum sem gerð voru 2015.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki, enda fyrirhugað að nýta landið áfram til landbúnaðar. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu, en byggingarreitur sem stofnaður hefur verið fyrir hesthús og reiðhöll er á spildunni.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Neðri-Áss 2 munu áfram fylgja landnúmerinu 146478.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Fyrir liggur umsókn frá Árna Max Haraldssyni og Ingu Jónu Sveinsdóttur um lóðina númer 4 við Nestún á Sauðárkróki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Kollgáta arkitektastofa óskar fyrir hönd eigenda Depla, Fljótabakki ehf. um leyfi til að gera breytingar á gildandi deiluskipulagi fyrir Depla sem m.a. varða breytingar á byggingarreitum, leiðréttingu landamerkja og lóðarmarka til samræmis við frumheimild o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 1.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. sömu laga.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Deplar - Deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.um. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Sigrún Alda Sighvats, þinglýstur eigandi sumarbústaðalandsins, Grjótstekks, landnúmer 178674 óska eftir leiðréttingu á hnitsettri ytri afmörkun landsins. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S-01 í verki 71110101, dags. 12. janúar 2022, gerir grein fyrir umræddri leiðréttingu. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti er unnin úr nýjum mælingum á landamerkjum eins og þeim er lýst í þinglýstum skjölum nr. 809/96, dags. 3. ágúst 1996 og nr. 504/01, dags. 25. maí 2001. Afmörkun á meðfylgjandi uppdrætti leiðréttir ósamræmi í grunnmyndum dags. júlí, 1996 og maí 2001 sem vísað er í, í þinglýstum skjölum. Óskað er eftir því að afmörkun skv. eldri grunnmyndum falli út og afmörkun á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti taki gildi og verði færð inn í landeignaskrá.
Leiðrétt afmörkun landsins markast af girðingum og miðlínu Skagafjarðarvegar (752) sem mæld var 10. janúar 2022. Við leiðréttingu þessa breytist stærð landsins úr 44.254 m² í 51.720 m².
Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landeigna um ágreiningslaus merki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Lagðar fram uppfærðar úthlutunarreglur um úthlutun lóða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja úthlutunarreglurnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Lögð fram drög að umsögn um Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Mál áður á dagskrá 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.?
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 431 Mál áður á dagskrá 413. fundi skipulags- og byggingarnefndar :
“Lóðarúthlutun skipulags- og byggingarnefndar - Kleifatún 9-11, 2106266
Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 2. september 2021 liggur fyrir að ekki er til gilt deiliskipulag af svæðinu. Með vísan til þess er sveitarstjóra falið að leita samkomulags við lóðarhafa um afturköllun úthlutunar lóðarinnar gegn úthlutun annarrar lóðar í stað hennar. Jafnframt er lagt til að fljótlega verði farið í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Þar verði m.a., í samráði við íbúa, skoðuð nýting núverandi opinna svæða og hvort rétt sé að halda þeim óbreyttum eða nýta þau á annan hátt. Sveitarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa framangreint sem og þeim sem athugasemdirnar gerðu. Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður nefndarinnar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar."
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök sem áttu sér stað við fyrri úthlutun lóðarinnar við Kleifartún 9-11 og samþykkir að hluteigandi fái úthlutað þess í stað parhúsalóð við Nestún samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Dregið verður um úthlutun þeirrar lóðar í vitna viðurvist.
Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum.