Skipulags- og byggingarnefnd - 432
Málsnúmer 2204019F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 424. fundur - 04.05.2022
Fundargerð 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 lögð fram til afgreiðslu á 424. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Gerð er grein fyrir innsendum athugasemdum landeigenda vegna Blöndulínu 3.
Athugasemdir hafa borist frá eftirtöldum aðilum:
Mælifell, landeigandi Þjóðkirkjan- Biskupsstofa, Ásta Guðrún Beck lögfræðingur fyrir þeirra hönd.
Lækjargerði, ábúendur og landeigendur: Guðmundur Páll Ingólfsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Erna María Guðmundsdóttir og Eyjólfur Örn Guðmundsson.
Lýtingsstaðir, ábúendur og landeigendur: Sveinn Guðmundsson, Evelyn Ýr Kuhne og Júlíus Guðni Sveinsson.
Laugamelur, landeigendur: Páll Arnar Ólafsson og Linda Hlín Sigbjörnsdóttir.
Brúnastaðir 3, ábúendur og landeigendur : Friðrik S. Stefánsson og Rikke Busk.
Starrarstaðir, ábúendur og landeigendur: María Reykdal, Stefanía Eyjólfsdóttir og Gylfi Heiðar Ómarsson.
Hvammkot í Lýtingsstaðahreppi: Brynja Sif Skúladóttir og Jan Triebel.
Starrastaðir, landeigendur : Sigríður M. Ingimarsdóttir, Helgi Ingimarsson og Inga Dóra Ingimarsdóttir.
Litli-Dalur, ábúendur og landeigendur : Marinó Indriðason og Hanna Björg Hauksdóttir.
Hvíteyrar, ábúandi og landeigandi : Rósa Björnsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Fyrir liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar við Blöndulínu 3. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Fyrir liggur umbeðin umsögn meirihluta skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna Blöndulínu 3.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar ásamt Byggðalista leggur hér fram umsögn sem svar til Landsnets vegna Umhverfismatsskýrslu dags. 25.3.2022 um lagningu Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar leggja þeir til að þeirra aðalvalkostur verði svokölluð Kiðaskarðsleið án jarðstrengs. Í svarinu leggjum við áherslu á þá línuleið með jarðstreng sem samþykkt er af Sveitarstjórn í gildandi Aðalskipulagi, en sú tillaga sem nú liggur fyrir samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi Skagafjarðar. Í svarinu leggjum við sérstaka áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í óháða úttekt á mögulegri lengd jarðstrengja í Blöndulínu 3, en það er forsenda þess að aukin sátt náist um fyrirhugaða framkvæmd. Við teljum því ekki forsendur fyrir því að taka endanlega afstöðu til tillögunnar fyrr en umræða um jarðstreng er kominn á hreint og niðurstöður úr þessu kynningarferli liggja fyrir.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Nýlega endurskoðað Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ráð fyrir að Blöndulína 3 fari um svokallaða Héraðsvatnaleið með 3,7 km jarðstreng á þeirri leið. Landsnet taldi á þeim tíma sem Héraðsvatnaleið var helsti valkostur, að möguleiki væri á jarðstreng á línuleiðinni. Nú hefur Landsnet kynnt aðalvalkost sinn, Kiðaskarðsleið, en samkvæmt umhverfismatsskýrslu er ekki gert ráð fyrir neinum jarðstreng á línuleiðinni m.a. með þeim rökum að jarðstrengur falli ekki að stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu.
Að mati VG og óháðra eru forsendur fyrir lagningu Blöndulínu 3 brostnar. Annars vegar þar sem valkostur Landsnets samræmist ekki Aðalskipulagi sveitarfélagsins og hins vegar þar sem engin áform eru um jarðstreng á línuleiðinni. Jarðstrengur er forsenda þess að sátt náist við íbúa og landeigendur um lagningu línunnar en VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að lagning línunnar verði í sem mestri sátt við íbúa og landeigendur.
VG og óháð fara enn fram á óháða úttekt á lengd jarðstrengja á Blöndulínu 3.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Blöndulína 3 - umsagnarbeiðni. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Árni I. Hafstað sækir f.h. Útvíkurfélagsins ehf., sem er þinglýstur eigandi Útvíkur L146005 um leyfi til að stofna jörð og fjórar minni spildur úr jörðinni Útvík L 146005 sem hér segir:
A) Sótt er um að stofna 91,55 ha landsspildu, jörð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 og S02 í verki nr. 71860401 dags. 22. apríl 2022. Hlaða, 114,8 m2 að stærð, byggð árið 1963 fylgir landinu. Óskað eftir að nefna útskipta landið Kúfhóla. Því skal fylgja hlutur Útvíkur, þ.e. fjórðungur, í óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna, Víkurfjalls L231371, Útvíkur L146005, Glæsibæjar L145975 og Ögmundarstaða L146013, sbr. meðfylgjandi uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 24.03. 2021, sem samþykktur var á fundi nefndarinnar hinn 25.03.2021.
B) Sótt er um að stofna 1.000 m2 lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unnin er af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04.2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Gamla brugghúsið. Innan útskipta landsins stendur 175 m2 brugghús, byggt 1966, matshluti jarðarinnar merktur 08 0101, og 152,9 m2 brugghús/vörugeymsla, byggt 2016, matshluti jarðarinnar merktur 15 0101. Gert er ráð fyrir að lóðin verði notuð undir starfsemi með líkum hætti og verið hefur.
C) Sótt er um að stofna um 3 ha landskika úr landi jarðarinnar, austan lóðar íbúðarhúss, Útvík lóð, L201663 og framangreinds brugghúss, allt svo sem sýnt er á afstöðuuppdrætti sem er unninn af Kristni Halli Sveinssyni hjá Loftmyndum hinn 22.04. 2022 og gerir hann grein fyrir landskiptunum. Óskað eftir að nefna útskipta landið Melgryfjur. Innan útskipta landsins eru engar byggingar. Landið er ætlað sem beitiland, til sláttu og annarra nytja sem teljast til landbúnaðar (80).
D) Sótt er um stofnun tveggja landskika, Útvík lóð ? millispilda 1 og Útvík lóð ? millispilda 2, til sameiningar við Útvík lóð, L201663: Um er að ræða tvær spildur samtals um 2.455 m2 að stærð sem teknar eru úr landi Útvíkur í þessu skyni, sbr. afstöðuppdrátt sem unninn er á Loftmyndum ehf. af Kristni Halli Sveinssyni dags. 22.04.2022. Er í því skjali gerð grein fyrir landskiptunum og stærð hvorrar lóðar og svo heildarstærð. Verða þessir skikar sameinaðir framangreindri lóð. Eigandi umræddrar íbúðarhúsalóðar, Útvík lóð, L201663, Birgitte Bærendtsen hefur áritað umsóknina um samþykki sitt.
Hlunnindi vegna Sæmundarár og Miklavatns fylgja í engum framangreindum tilfellum útskiptum lóðum/lendum og tilheyra því áfram jörðinni Útvík L146005. Önnur hlunnindi tengd viðkomandi lóð/lendu skulu fylgja svo sem lög frekast leyfa. Lögbýlaréttur fylgir áfram Útvík L146005.
Öll framangreind landskipti samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012.
Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggji fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Sigríður Fjóla Viktorsdóttir og Elvar E. Einarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðra-Skörðugils L146065 óska eftir heimild til að skipta 5,77 ha spildu (íbúðarhúsalóð) úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7153-6001, dags. 10. mars 2022. Afstöðuuppdrátturinn unnin á Stoð efh. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Óskað er eftir því að spildan fái heitið Syðra-Skörðugil 1.
Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Syðra-Skörðugili, landnúmer 146065.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Einar E. Einarson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 432. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 424. fundi sveitarstjórnar 4.maí 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 432 Ásmundur J. Pálmason fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., þinglýsts lóðarhafa lóðanna Skarðseyri 1, L143320 og Skarðseyri 2, L143722 óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi vinnuskrá, dags. 25.04.2022 gerir grein fyrir afmörkun skipulagssvæðis sem er 23.163 m² að stærð og er í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar af 405. fundi þann 29.04.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd heimilar að falla frá gerð lýsingar þar sem meginforsendur liggi fyrir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og falli ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Þó verði unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Einnig óskað eftir heimild til að stofna 546 m² byggingarreit á lóð nr. 1 við Skarðseyri, L143320, eins og sýnt er í meðfylgjandi vinnuskrá í verki nr. 35120101 dags. 25.04.2022. Reitur í samræmi við fyrirhugaða tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og leggur jafnframt fram við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsgerð sbr. 2. mrg 38.gr laga nr.123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, Skarðseyri 1 og 2 (143320) (143722) - Umsókn um deiliskipulag og byggingarreit. Samþykkt samhljóða.