Fara í efni

Beiðni um tilkynningar á dauðum fuglum til Mast

Málsnúmer 2204031

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 191. fundur - 05.05.2022

Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Í því samhengi biður Matvælastofnun um að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.