Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umhverfisdagurinn 2022
Málsnúmer 2205024Vakta málsnúmer
2.Umhverfisstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2040
Málsnúmer 1906041Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Í umhverfisstefnunnni er fjallað um loftslagsmál þar sem sett er fram lofslagsstefna. Einnig er sett fram stefna um vernd náttúru og náttúruminja. Framundan er mikil vinna við að uppfylla markmið stefnunnar og er gert ráð fyrir að nokkur ár taki að klára þá vinnu.
Nefndin fagnar því að sveitarfélagið Skagafjörður hefur mótað sér umhverfisstefnu sem inniheldur lögbundna loftlagsstefnu. Nefndin samþykkir umhverfisstefnuna og vísar til sveitastjórnar.
Nefndin fagnar því að sveitarfélagið Skagafjörður hefur mótað sér umhverfisstefnu sem inniheldur lögbundna loftlagsstefnu. Nefndin samþykkir umhverfisstefnuna og vísar til sveitastjórnar.
3.Beiðni um tilkynningar á dauðum fuglum til Mast
Málsnúmer 2204031Vakta málsnúmer
Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Í því samhengi biður Matvælastofnun um að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
4.Gönguskíðabrautir, búnaður til að gera spor fyrir gönguskíði.
Málsnúmer 2205022Vakta málsnúmer
Tillaga er borin fram um að sveitarfélagið fjárfesti í búnaði til að búa til spor fyrir gönguskíðabrautir. Búnaðinn er hægt að festa á snjósleða eða smátraktora og markar hann spor þegar ekið er. Með þessum hætti nýtum við stíga og útivistarvæði betur að vetrarlagi og færir gönguskíða útivistina í nærumhverfi fólks og eflir almenna hreyfingu sem er í anda heilsueflandi samfélags.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga frá innkaupum fyrir veturinn.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að ganga frá innkaupum fyrir veturinn.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Nefndin vill benda Skagfirðingum á að tilvalið er að nota daginn til útivistar, hefja daginn til dæmis á að fara í gönguferðir um einhvern skóga héraðsins svo sem í Varmahlíð, við Silfrastaði, að Hólum, rölta um Litla Skóg, skoða stuðlabergsfjöruna við Hofsós, eða eitthvað allt annað sem fólki langar að skoða.
Í gróðurstöð sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð sumarblóm sem skreyta samfélagið okkar Skagfirðinga á sumrin. Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri kynnti starfsemi gróðurstöðvarinnar og verður opið hús í gróðurstöðinni frá klukkan 9 - 12 á umhverfisdaginn.
Í dag komu í heimsókn á fundinn forsvarsmenn þriggja fyrirtækja úr Lýtingsstaðahreppi sem nýta auðlindir náttúrunnar til að framleiða grænmeti og blóm í gróðurhúsum og matjurtir í görðum.
Frá gróðustöðinni að Laugarmýri kom Dagný Stefánsdóttir og kynnti starfsemi garðyrkjustöðvarinnar en þar fer fram fjölbreytt framleiðsla. Meðal afurða má nefna sumarblóm, forræktað grænmeti, tómata, gúrkur, jarðarber, blómber, plómur, grænkál, tré og runna, salat og kryddjurtir. Opið hús verður hjá Dagnýju frá klukkan 13 - 18 á umhverfisdaginn.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kynnti starfsemi gróðurstöðvarinnar að Breiðargerði en þar eru framleiddar matjurtir á lífrænan hátt og eru helstu framleiðsluvörur allskonar kál, gulrætur, rófur og hverlags útigrænmeti. Allur afskurður er nýttur í ræktun eða til moltugerðar.
María Ingiríður Reykdal kynnti starfsemi að gróðurstöðvarinnar að Starrastöðum en þar eru framleiddar rósir af ýmsum gerðum. María hefur verið að gera tilraunir með allskonar framleiðslu í tengslum við rósaræktunina svo sem að bragðbæta Vodka og búa til krydd og rósasnakk. María segir að rósir séu vel ætar en það þarf að talsvert að vinna með vöruna til að hún sé girnileg. María verður með opið hús í gróðurstöðinni að Starrastöðum frá klukkan 13 - 18 á umhverfisdaginn.
Dagskrá Umhverfisdagsins verður auglýst frekar á miðlum Sveitarfélagsins.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar þeim Dagnýju, Elínborgu, Maríu og Helgu fyrir kynningu á starfseminni. Ljóst er að ýmislegt er hægt að gera hérna í héraðinu. Látum vinnu þeirra verða okkur efni til hvatningar.