Fara í efni

Snjómokstur 2022 - 2025

Málsnúmer 2204081

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 190. fundur - 13.04.2022

Samningur við verktaka um snjómokstur á Sauðárkróki rennnur út núna í vor. Ákvæði eru í samningi um að hægt sé að framlengja um eitt ár ef aðilar eru sammála um þá tilhögun. Borist hefur erindi frá verktakanum, Vinnuvélum Símonar, þar sem óskað er eftir að samningurinn verði framlengdur.

Nefndin frestar að taka afstöðu til málsins og felur sviðsstjóra að fara frekar yfir það og leggja fyrir næsta fund.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 1. fundur - 16.06.2022

Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ákveðið að nýta sér heimildarákvæði um framlengingu í samningi við Vinnuvélar Símonar ehf um snjómokstur á Sauðárkróki. Samningurinn framlengist um eitt ár. Unnið verður að endurskipulagningu á reglum um snjómokstur og þjónustu á öllu þjónustusvæði Skagafjarðar og skal þeirri vinnu lokið áður en að nýtt útboð fer fram árið 2023.

Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá málinu við Vinnuvélar Símonar ehf.